Biðin

Jæja, 22. aprí­l er kominn – dagurinn sem áætlaður var á litla grí­sinn. Geri fastlega ráð fyrir 7-10 daga bið. En sí­mtölin eru byrjuð. Það er hringt oft á dag að spyrja frétta sem engar eru. # # # # # # # # # # # # # Nú er kominn sá árstí­mi þar …

Miklabraut/Kringlumýrarbraut

Fékk Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar inn um lúguna í­ gær. Þar er einkum fjallað um fyrirhugaðar breytingar á gatnamótum Miklubrautar/Kringlumýrarbrautar, með fjölgun aðreina og fráreina, betri ljósastýringu o.s.frv. Við fyrstu sýn virðist mér þessar breytingar lí­klegar til að létta mjög á þessum umtöluðu gatnamótum. Aldrei hef ég skilið þessa endalausu umræðu um þau og þetta rugl með …

Söngkeppni framhaldsskólanna

Sá byrjunina á söngkeppni framhaldsskólanna og svo verðlaunaafhendinguna á laugardagskvöldið. Sá þar á meðal lögin í­ 2. og 3. sæti og sigurvegarann taka lagið í­ lokin. Miðað við muninn á þessum keppendum skildi ég ekki hvers vegna einhverjir áhorfendur fóru að baula þegar úrslitin voru tilkynnt. MR-stelpan virtist bera af. Bloggarinn Gunnar Freyr er áhugamaður …

Aumur Blair

Nýjasta útspil breska Verkamannaflokksins í­ kosningabaráttunni er að koma þeirri sögu af stað að Blair verði skipt út strax eftir kosningar fyrir Gordon Brown. Óskaplega er það nú aumt fyrir stjórnmálaforingja að reyna að nota það sem beitu í­ atkvæðaveiðum að maður sé á förum… Ekki býst ég nú við miklu af þessum kosningum. íhaldsflokkurinn …

Vitabar

Enn og aftur sannaðist í­ kvöld að hamborgararnir á Vitabar eru þeir bestu í­ Reykjaví­k. # # # # # # # # # # # # # Á morgun er stefnan tekin á Einstein-fyrirlestur Þorsteins Vilhjálmssonar í­ Háskólabí­ói. Hundrað ár eru liðin frá því­ að karlinn setti fram takmörkuðu afstæðiskenninguna – Einstein það er, …

Svo var það fyrir átta árum…

…að við kvöddum fyrstu deildina með tárum… EN EFTIR KVÖLDIí Á KVÖLD ER LUTON TOWN KOMIí AFTUR UPP!!! LOKSINS, LOKSINS, LOKSINS!!! Þetta er BESTA keppnistí­mabil sí­ðan ég byrjaði að halda með Luton 1983. Þetta er betra en skiptin þar sem við sluppum við fallið í­ lokaumferðunum; þetta er betra en 7:3 sigurinn frægi gegn Oxford; …

Innkaup

Það getur verið gaman að eyða peningum í­ að fylla enn frekar upp í­ takmarkað hillupláss heimilisins. Fór í­ gær eftir vinnu og festi kaup á Íslenskri orðabók, sem fékkst fyrir 15 þús. í­ Máli og menningu. Þessi þarf auðvitað að vera til á hverju heimili. Því­næst leit ég í­ Skí­funa og keypti disk 5tu …

Þriðja alda lýðræðisins…

Bush Bandarí­kjaforseti talar um lýðræðisbyltinguna sem stjórn hans hafi hrundið af stað í­ heiminum – „þriðja alda lýðræðisins“ var þetta kallað einhvers staðar. Fjölmiðlar í­ Evrópu og Bandarí­kjunum hafa gleypt við þessu og eru afskaplega uppteknar af fréttum af mótmælaaðgerðum á götum hinna ýmsu borga í­ heiminum – þ.e.a.s.: ef stjórnvöld á viðkomandi stað eru …