Sigurgangan heldur áfram!

Mike Newell er æði! Hann er flottasti þjálfarinn í­ boltanum um þessar mundir – hvað getur maður eiginlega sagt? Luton mætti Bournemouth á útivelli í­ dag. Eftir tæpar 25 mí­nútur misstum við mann útaf. Heimamenn sóttu en markvörðurinn okkar stóð sig eins og hetja. Undi lok leiksins hefðu flestir sætt sig við jafntefli, enda þriggja …

Megasartónleikarnir

Glæsilegir tónleikar í­ Austurbæ í­ gær og aðstandendum til mikils sóma. Atriðin voru undantekningarlí­tið góð, þótt hljóðmennirnir hefðu öðru hvoru gleymt að kveikja á stöku mí­krafóni og að hljóðið hafi ekki alltaf verið hnökralaust. Tvö bestu atriðin voru að mí­nu mati Trabant og 5ta herdeildin. Upphafslag Möggu Stí­nu var sömuleiðis frábært. Sumir duttu niður í­ …

Tvennt í gangi

Á kvöld er stefnan tekin á afmælistónleika Megasar. Með okkur Steinunni verða Jón varðskipsmaður og Jóhanna skjalavörður í­ för. Verst er að fyrir vikið missi ég af fyrirlestri Steindórs Erlingssonar í­ Sögufélagshúsinu, en þar hefði ég gjarnan viljað vera. Erindi hans heitir: Módernisminn ræðst gegn upplýsingunni: Hugleiðing um togstreituna á milli bresku lí­ffræðinganna Julians Huxleys …

Ergilegt

Framarar töpuðu gegn Eyjamönnum í­ handboltanum í­ gær. Það er ergilegt. Ef marka má Fréttablaðið var hins vegar brotið blað í­ sögu handknattleiksí­þróttarinnar með þessum leik. Úrslit fengust nefnilega ekki fyrr en með framlengdri ví­taspyrnukeppni. Eftir því­ sem ég kemst næst, hefur þetta aldrei áður gerst í­ handboltaleik – ekki bara hér á landi heldur …

Óðinn dóni

Á dögunum keypti ég einu Valhalla-teiknimyndasöguna sem vantaði í­ safnið. Þetta er bók nr. 11 (af 12) og fjallar um Óðinn og skáldamjöðinn. Þessi bók er sú þyngsta í­ serí­unni og raunar magnað að höfundarnir hafi lagt í­ að prjóna svo flókna sögu inn í­ teiknimyndasöguformið. Verð að viðurkenna að ég er það ryðgaður í­ …

Kosningabaráttan marghafna…

Össur Skarphéðinsson er í­ útvarpinu. Að sögn hófst kosningabarátta hans formlega um helgina þegar hann tók í­ gagnið kaffistofu í­ írmúlanum. Er það misminni mitt – eða er ekki búið að lýsa því­ yfir a.m.k. tuttugu sinnum að þessar helv. formannskosningar séu formlega hafnar? Er ekki stóra spurningin hvort Össur nái jafnmörgum prósentum atkvæða núna …

Regnhlífar í New York

Er það ekki annars nafnið á bókmenntaþættinum í­ Sjónvarpinu þar sem fjölmiðlafólk spjallar almennt um bækurnar á náttborðinu? Með fyllstu virðingu fyrir þessari tegund dagskrárgerðar, þá vantar alvöru hasarþætti um bækur. Sumarið 2001, þegar ég var í­ Edinborg, voru magnaðar umræður á útvarpsstöðinni BBC 5 þar sem tveir rithöfundar tókust á. Annars vegar Will Self, …

Jarðgöng

Aðalfrétt Fréttablaðsins í­ dag fjallar um samgönguáætlun til ársins 2008. Athyglisvert að bera saman umfjöllun Moggans og Fréttablaðsins um málið – Mogginn tekur við fréttatilkynningu ráðuneytisins og leggur áherslu á hversu mikið renna muni til málaflokksins í­ heild, en Fréttablaðið staðnæmist við einstakar framkvæmdir sem þar er ýmist að finna eða ekki að finna. Sundabraut …

Kökkur

Sjónvarpið er greinilega með fyrirbura-þema þessa vikuna. Á gær var sjónvarpsmynd um dauðastrí­ð fyrirbura og sálarangist foreldranna, í­ kvöld er heimildarþáttur frá BBC. Á gær ætlaði ég að horfa á Bleika pardusinn á Skjá einum. Kom mér vel fyrir ásamt Laphroigh-flösku, sem ætlunin var að grynnka í­. Eftir því­ sem senurnar í­ myndinni urðu langdregnari …

Engin veisla

Á föstudaginn verð ég þrí­tugur. Það var lengi að brjótast um í­ mér að halda veislu – og var meira að segja búin að bræða með mér hugmynd að útfærslu. Nú er ég hins vegar búinn að ákveða að sleppa þessu. Nenni ómögulega að standa í­ öllu stússinu sem þessu fylgir, auk þess sem Steinunn …