Úff, við Framarar vorum rækilega kjöldregnir að Hlíðarenda. Valsmenn eru með hörkulið í ár. Leikskrá Valsmanna vakti annars sérstaka athygli mína. Hún er átta síður í A5-broti. Þar af fóru tvær síður í auglýsingar, forsíðan í að segja hvaða leikur væri, ein síða í stöðuna í deildinni og tvær síður í að birta leikmannahópa liðanna. …
Monthly Archives: maí 2005
Bruni SP
Jæja, þar kviknaði í kofanum. Um það má fræðast í Sjónvarpinu í kvöld og öllum prentmiðlum á morgun. Bót í máli að ég er gefinn fyrir vel-reykt viský. (Reyndar brann ekkert annað en eldhúsið – hitt er bara á kafi í sóti og dufti.) Öllum heilsast vel og það er fyrir öllu.
La France rejette nettement le traité constitutionnel!
Hahaha… Frakkarnir kolfelldu ESB-stjórnarskránna. Hvað finnst mér um það? Tja, að hluta til held ég að þetta skipti engu máli; að hluta til fagna ég niðurstöðunni; að hluta til harma ég hana. i) Ég held að þetta skipti litlu máli vegna þess að ESB kann fáa hluti betur en að smeygja sér undan niðurstöðum í …
Continue reading „La France rejette nettement le traité constitutionnel!“
Nýr dagur kemur með póstinum…
…söng Bubbi. Bara rokkstjörnur gætu notað póstinn sem viðmiðun varðandi það hvenær nýr dagur byrjar. Á Norðurmýrinni kemur pósturinn um hádegisbilið. Að þessu sinni var Austurglugginn með í sendingunni. Þar ritar Guðmundur Karl Jónsson sína hundruðustu grein um jarðgangamál. Meira að segja jarðganganördið ég á erfitt með að taka undir ítrustu kröfur hans í þessum …
Lönguvitleysu slegið við?
Tengdamamma býr í Lönguvitleysu. – Nei, það er ekki götuheiti milli Hundavaðs og Ólafsgeisla, heldur uppnefni á löngu blokkinni í Kjarrhólmanum í Kópavogi, sem gnæfir yfir Fossvogsdalinn. Á Lönguvitleysu eru u.þ.b. tuttugu samliggjandi stigagangar og engin leið til að komast afturfyrir húsið önnur en að fara hringinn. Mér skilst að það hafi ekki verið nein …
Bitið í tunguna
Það sem af er degi hef ég tvisvar sinnum verið langt kominn með bloggfærslur sem ég eyddi síðan. Innihaldið var almennt orðaður pirringur út í fólk sem er bara að reyna að sinna starfinu sínu og talar fyrir því sem það trúir á. Þegar maður er þreyttur og lúinn, þá getur verið freistandi að hella …
Fréttaskýring dagsins
Fréttaskýring dagsins hlýtur að vera innslag Ólafs Sigurðssonar um stjórnarskrárkosningar í ESB-löndum. Þar mátti m.a. sjá upptöku frá tónleikum stjórnarskrárandstæðinga. Ólafur: „Meðan rapparar syngja um nei, halda aðrir sönsum…“ (klippt yfir á viðtal við sænska miðflokkskerlingu). Erlendar fréttir hjá Sjónvarpinu… alltaf góðar!
Skagastúlka?
Skaust í vinnuna í dag, þrátt fyrir feðraorlofið. ístæðan var sú að starfsmannafélag Fjölbrautaskólans á Akranesi var í heimsókn og Óli móðurbróðir spurði hvort ég væri ekki til í að líta á hópinn. Það var auðsótt mál. Undir lok stórskemmtilegrar heimsóknar bað Hörður Helgason, gamli knattspyrnuþjálfarinn, um orðið – þakkaði mér fyrir að mæta og …
Leonardo blásinn af
Ekkert varð úr fyrirlestrinum mínum um vísinda- og uppfinningamanninn Leonrdo da Vinci í Ráðhúsinu í dag. Ég var beðinn um að flytja þetta í tenglum við 10 ára afmælishátíð Leonardo-áætlunar Evrópusambandsins. – Á Tjarnarsalnum eru sömuleiðis skemmtileg sýning á listaverkum íslenskra listgreinanema sem vísa í feril Leonardos. Nema hvað, það var ekki kjaftur mættur á …
Sykurmolarnir
Spurt er: Hvert er besta Sykurmola-lagið? Mér dettur helst í hug Walkabout. Hvað segja lesendur?