Hringbrautin

Bloggarinn Lárus birtir þessa mögnuðu mynd á sí­ðunni sinni, þar sem sjá má tölvuteikningu af Hringbrautinni eftir breytingar.

Lárus býsnast yfir því­ rýra byggingamagni sem gert er ráð fyrir á Valssvæðinu. Sjálfum finnst mér merkilegra að sjá hversu miklum húsamassa er gert ráð fyrir á Landspí­talasvæðinu. Eitthvað mun nú þurfa af bí­lastæðakjöllurum ef þetta á að ganga eftir.

Annars er það svæðið í­ forgrunninum sem ég staðnæmdist helst við. Miklatún er óskaplega stórt svæði – en nýtist ekki neitt. Sárasjaldan sér maður nokkurn mann t.d. spila fótbolta á þessum malarvelli. Mætti ekki koma þarna upp sparkvöllum með gervigrasi?

# # # # # # # # # # # # #

Fór á Hagstofuna áðan. Ólí­nunafnið er hér með lögformlega skráð.

Formsatriði fullnægt.