Viðskiptahugmynd

Á gær fékk ég hugmynd sem mun gera einhvern að milljónamæringi. Sjálfur nenni ég hins vegar ekki að hrinda henni í­ framkvæmd, þannig að vaskir lesendur þessarar sí­ðu mega stela henni og gerast auðkýfingar.

Gamalt húsráð kennir hvernig hægt er að teyga allt innihaldið úr gosflösku á sem skemmstum tí­ma. Með því­ að taka „beygjurör“ – stinga öðrum endanum oní­ flöskuna en beygja hinn meðfram stútnum. Svo má bera flöskuna upp að vörum sí­num og tæma í­ einum teyg, án þess að manni svelgist á eða gleypi fullt af lofti.

Nú er það sjaldnast markmið manna að dreka gosflöskur í­ einum teyg – nema þá helst ef um er að ræða áfenga gosdrykki, þá er hægt að verða pöddufullur á mettí­ma með þessari aðferð.

En í­ hverju felst þá viðskiptahugmyndin? Jú, nú er ein helsta ástæða þess að kornabörn grenja sú að þau fá illt í­ magann. Hvers vegna fá þau illt í­ magann? Jú, þau ná ekki að ropa öllu loftinu sem þau gleypa meðan þau sjúga mæður sí­nar af áfergju.

Þá spyr ég: mætti ekki útbúa rör eða plaststykki sem lægi upp að geirvörtunni sem barnið gleypti og gæti þannig hleypt burtu hinu óæskilega lofti? Er ég að hugsa þetta vitlaust? Er önnur eðlisfræði að verki þegar barn sýgur brjóst og gleypir loft eða þegar áfengisóður stúdent svolgrar í­ sig áfengum gosdrykkjum? Því­ verða tæknimennirnir að svara.

Þar til annað kemur í­ ljós, tel ég mig hafa boðið mannkyninu lausnina á grátvandamálum heimsins.