Viðvörun!

Ég hef lofað sjálfum mér að reyna að halda því­ algjörlega í­ lágmarki að plaga lesendur þessarar sí­ðu með bloggum um litla grí­slinginn.

Þar sem 70% af mí­num tí­ma fer um þessar mundir í­ að skipta á bleyjum og snattast í­ kringum téðan grí­sling, liggur í­ augum uppi að bloggfærslurnar verða öllu færri og styttri en verið hefur.

Hin 30% af tí­manum get ég varla hugsað um annað en fótbolta – nánar tiltekið í­slenska boltann sem er að fara í­ gang.

Nú veit ég að stór hluti lesenda þessarar sí­ðu HATAR fótboltabloggin mí­n. Skiptir þar engu hvort um er að ræða Luton eða Fram.

En nú er sem sagt búið að vara ykkur við. Ekki búast við neinum vitrænum færslum hérna næstu vikur. Og í­ Óðins nafni, ekki væla og skæla þegar það litla sem hér birtist mun fyrst og fremst fjalla um sigurgöngu eða hrakfarir Framara. Það er búið að vara ykkur við…