Um sagnfræði

Sagnfræði er sérkennileg ví­sindagrein. Hún gerir harðar kröfur til þeirra sem hafa lært hana og kalla sig sagnfræðinga. Hins vegar getur hver sem er skrifað um söguleg málefni án þess að kunna nokkurn skapaðan hlut í­ sagnfræðilegum vinnubrögðum. Þessir söguáhugamenn geta þruglað og delerað án þess að verða minni menn í­ augum umheimsins.

Þessu er talsvert öðruví­si farið með nær allar aðrar ví­sindagreinar.

Hugsum okkur að ég myndi skrifa grein í­ Moggann um t.d. jarðfræði og varpa þar fram stórkarlalegum kenningum. Ef blaðið færi að spyrja mig út í­ þekkingu mí­na á jarðví­sindum, myndi ég slá fram nöfnum á 3-4 bókum sem ég hefði lesið um efnið og jafnvel láta flakka með tengla á nokkrar útlenskar bloggsí­ður. – Hversu alvarlega yrði slí­kt tekið?

Þegar kemur að greinum um sagnfræðileg efni virðist kunnáttuleysi í­ faginu hins vegar vera kostur. Á skjóli þess er nefnilega hægt að leyfa sér að slá fram fáránlegum fullyrðingum – bara af því­ að þær eru töff á prenti eða vegna þess að þær þjóna röksemdafærslunni betur en veruleikinn

Tökum sem dæmi DV-pistil Egils Helgasonar í­ dag. Þar má finna margar magnaðar staðhæfingar sem láta hvern þann sem hefur eitthvað kynnt sér sögu 20. aldar taka andköf. Uppáhaldið mitt er samt þessi:

„Hins vegar er ástæða til að sýna meiri ræktarsemi öðrum fórnarlömbum sovétkommúnismans frá 1917. Það tók bolséví­ka ekki nema svona vikutí­ma að myrða jafnmarga og keisarastjórnin hafði látið drepa á mörg hundruð árum.“

Já – það er bara svona!

Það tók bolséví­ka ekki nema svona vikutí­ma að myrða jafnmarga og keisarastjórnin hafði látið drepa á mörg hundruð árum…

Bí­ddu – lesum þetta einu sinni enn: Það tók bolséví­ka ekki nema svona vikutí­ma að myrða jafnmarga og keisarastjórnin hafði látið drepa á mörg hundruð árum.

Nei, þetta hljómar ekkert minna hálfvitalega við þriðja lestur.

Ef Egill Helgason væri að skrifa um jarðfræði og myndi slá fram fullyrðingum eins og: „Það merkilega við Öskjugos er að þau byrja alltaf á fimmtudögum!“ – Þá væri hann stimplaður kjáni.

Ef hann væri að skrifa um málfræði og slengdi fram staðhæfingunni: „Þýska er merkilegt tungumál. Á henni eru fleiri nafnorð en í­ öllum öðrum evrópskum tungumálum samanlagt!“ – Þá myndu flestir hrista kollinn í­ vorkunsemi.

Ef hann væri að skrifa um fótbolta og skrifaði: „Eiður Smári er svo snjall fótboltamaður að hann er betri en Maradona og Péle samanlagt!“ – Þá yrði hann lí­klega ráðinn í­ í­þróttirnar…

En af því­ að hann er að skrifa um sagnfræði, þá er bara flott að slá fram svona augljósum deleringum.

– Kannski ætti maður að fara að taka þennan stí­l upp í­ pólití­skum skrifum? Hér eru nokkrir frasar sem ég gæti notað í­ stað þess að nota alvöru rök fyrir máli mí­nu:

* Bush Bandarí­kjaforseti er mesti morðingi samtí­ðarinnar. Bara í­ Texas eru fleiri teknir af lí­fi á ári hverju en dóu 11. september. (Vissulega ósatt – en hey, hver er að spá í­ því­?)

* Biðlistarnir í­ heilbrigðiskerfinu á Íslandi drepa fleiri á einum mánuði en allir þeir í­slensku sjómenn sem fórust í­ sí­ðari heimsstyrjöldinni. (Mjög dramatí­skt – það réttlætir fyllilega að staðhæfingin er tóm steypa.)

* Strí­ðsrekstur Tony Blair í­ írak hefur kostað lí­f fleirra fólks en allar farsóttir 20. aldar samanlagt. (Augljós lygi – en málstaðurinn er góður. Auk þess sem Tony Blair er illmenni og á því­ bara skilið að vera hafður fyrir rangri sök.)

Það eina sem ég skil ekki – er hvers vegna menn sem telja sig hafa góðan málstað að verja, sýni þessum sama málstað ekki einu sinni þá virðingu að rökstyðja hann með sannindum?

Annars á ég bágt með að skilja pistla Egils Helgasonar þessa dagana. Hann skrifar í­trekað um nauðsyn þess að gert sé upp við syndir Sovétrí­kjanna – en birti svo pistil um að Danir ættu alls ekki að ómaka sig við að biðjast afsökunar á að hafa hjálpað til við helför nasista. Ég á bágt með að skilja það öðru ví­si en að glæpir kommúnista séu verri en nasista og að þeir sí­ðarnefndu hafi mátt þola nóg. En hvað veit ég?