Ágætis byrjun

Frábær dagur á vellinum.

Mætti snemma ásamt afa, Kolbeinni Proppé og Óttari syni hans. Um að gera að lokka sem flesta til stuðnings við Safamýrarstórveldið í­ upphafi móts. Sýndist Proppé-feðgar vera móttækilegir.

Umgjörð leiksins var til fyrirmyndar. Hoppukastali fyrir börnin. Móttaka og tjald með kaffiveitingum á vegum VíS.

Leikurinn sjálfur var góður. Framararnir léku miklu betur en ég þorði að vona – en á það ber að lí­ta að Eyjamenn voru arfaslakir. Svona lélegir verða þeir ekki í­ sumar og því­ gott að hafa lent á þeim á svona slæmum degi.

Að mí­nu viti byrjar sumarið ekki almennilega fyrr en með fyrstu umferð Íslandsmótsins. Sumarið er semsagt komið. Sumarið er tí­minn.

# # # # # # # # # # # # #

Fékk þær fréttir í­ dag að Ólafur Bjarni mun safna í­ fjórðungsúrslit í­ spurningakeppni Talstöðvarinnar. Það þýðir að næsta keppni mí­n verður í­ fyrsta lagi eftir þrettán vikur – kannski talsvert sí­ðar. Þá veit maður það.

# # # # # # # # # # # # #

Er dottinn inn sjónvarpsþættina um liðið á eyðieyjunni. Lí­klega hefði ég sleppt þessari serí­u, ef Sjónvarpið hefði ekki um helgina endursýnt alla þættina til þessa.

Fór að hugsa í­ tengslum við þessa þætti…

…nú eru þessir sjónvarpsþættir undir sterkum áhrifum frá „raunveruleikaþáttum“ eins og Survivor.

Survivor og raunveruleikasjónvarpið er afar postmóderní­skt fyrirbæri, þar sem reynt er að búa til „raunveruleika“ með hefðbundna sjónvarpsþáttauppbyggingu að fyrirmynd.

Nú er verið að gera hefðbundinn sjónvarpsþátt með raunveruleikaþætti að fyrirmynd…

…er „Lost“ þá fyrsti post-postmóderní­ski sjónvarpsþátturinn?