Umskurður

Frétt á Bylgjunni í­ dag:

„Norska rí­kið hefur hætt þáttöku í­ kostnaði við umskurð á múslí­madrengjum. Umboðsmaður sjúklinga þar í­ landi óttast að það kunni að leiða til óvandaðra vinnubragða. Fram til þessa hafa múslí­mar aðeins þurft að greiða sem svarar 750 krónum fyrir að láta umskera syni sí­na. Nú þegar rí­kið hefur hætt þátttöku í­ kostnaðinum þurfa þeir að greiða 100 þúsund krónur. Rökin fyrir þessu eru þau að umskurður sé trúarlegs eðlis og komi heilsugæslu ekkert við. Á heilbrigðiskerfinu verði að forgangsraða og nota peningana þar sem þeirra sé mest þörf.“

Þessi frétt er merkileg. Reyndar má á henni skilja að múslimar séu þeir einu sem láti umskera drengi. Sömuleiðis er setningin um að umskurður sé trúarlegs eðlis vafasöm í­ meira lagi.

Fór á fróðleiksnámuna Wikipediu og las um umskurði. Á ljós kom að umskurðir virðast fremur vera menningarbundið tí­skufyrirbæri en trúaratriði í­ gegnum tí­ðina. Sérstaklega er merkilegt hvað umskurðir slógu í­ gegn í­ BNA á fyrri hluta 20. aldar:

„Routine infant circumcision was successfully promoted in the English-speaking parts of Canada, Australia, New Zealand, the United States and the United Kingdom. Although it is difficult to determine historical circumcision rates, one estimate of infant circumcision rates in the United States holds that 30% of newborn American boys were being circumcised in 1900, 55% in 1925, and 72% in 1950.“

1949 hætti breska sjúkrasamlagið að greiða fyrir umskurð hví­tvoðunga og þá hætti fólk almennt að láta umskera syni sí­na í­ Bretlandi. Sama gerðist í­ Kanada, þar sem flest fylkin hættu að greiða fyrir aðgerðina. Þar er umskurður ekki mjög algengur, en þó er það bundið við ákveðin héruð.

Sjokkerandi tölurnar koma frá Suður-Kóreu:

„In South Korea, circumcision was largely unknown before the establishment of the United States trusteeship in 1945 and the spread of Christianity. More than 90% of South Korean high school boys are now circumcised, but the average age of circumcision is 12 years.“ – Haag? 12 ára meðalaldur. Fjandinn sjálfur!

Nýjasta statistí­k frá BNA segir að umskurður sé að komast úr tí­sku, enn er þó meirihluti sveinbarna umskorinn.

Á sömu Wikipediu-færslu má lesa um sjálfshjálparhópa karlmanna sem eru ósáttir við að hafa verið látnir undirgangast aðgerðina. Hægt er að fá forhúð grædda á sig á nýjan leik…

Það er sem sagt margt í­ mörgu varðandi umskurð – og óþarfi að tengja það múslimum einvörðungu.