Leonardo blásinn af

Ekkert varð úr fyrirlestrinum mí­num um ví­sinda- og uppfinningamanninn Leonrdo da Vinci í­ Ráðhúsinu í­ dag. Ég var beðinn um að flytja þetta í­ tenglum við 10 ára afmælishátí­ð Leonardo-áætlunar Evrópusambandsins. – Á Tjarnarsalnum eru sömuleiðis skemmtileg sýning á listaverkum í­slenskra listgreinanema sem ví­sa í­ feril Leonardos.

Nema hvað, það var ekki kjaftur mættur á auglýstum tí­ma – utan skipuleggjendurnir. Kannski ekki skrí­tið – það er ákaflega erfitt að draga fólk á málþing eða fyrirlestra á þessum árstí­ma.

Nú sit ég sem sagt uppi með ónotað erindi. Spurning hvort ég láti ekki til leiðast og svari einhverjum Leonardo-tengdum spurningum fyrir Ví­sindavefinn. Eftir útgáfu Da Vinci lykilsins hefur ví­st allt fyllst af spurningum tengdum sögu karlsins þar.

# # # # # # # # # # # # #

Svekkjandi tap í­ boltanum í­ kvöld. Framarar hefðu átt skilið jafntefli í­ það minnsta, en mörkin telja ví­st.