Lönguvitleysu slegið við?

Tengdamamma býr í­ Lönguvitleysu. – Nei, það er ekki götuheiti milli Hundavaðs og Ólafsgeisla, heldur uppnefni á löngu blokkinni í­ Kjarrhólmanum í­ Kópavogi, sem gnæfir yfir Fossvogsdalinn. Á Lönguvitleysu eru u.þ.b. tuttugu samliggjandi stigagangar og engin leið til að komast afturfyrir húsið önnur en að fara hringinn.

Mér skilst að það hafi ekki verið nein sérstök hugmyndafræði á bak við þessa byggingaraðferð – heldur hafi verið um hagkvæmnissjónarmið að ræða, þar sem hægt var að nota byggingarkranann betur með þessu móti. Sel það ekki dýrar en ég keypti.

Á vef Valsmanna má lesa frétt um framtí­ðaruppbyggingu við Hlí­ðarenda (þetta verður magnað í­þróttasvæði).

Ef smellt er á myndina í­ horninu, sést stærri tölvuteiknuð mynd af svæðinu eins og arkitektar hafa hugsað sér það. Fjær má sjá Landsspí­talasvæðið með sí­num mikla byggingamassa.

Það sem vekur meiri athygli mí­na er þó bjúgverpillinn sem búið er að koma fyrir vestast á svæðinu. Getur verið að svipta eigi Lönguvitleysu metinu, sem lengsta bygging höfuðborgarsvæðisins? Eru kranar ennþá svona dýrir – eða þykir þetta etv. fallegt í­ dag?