Nýr dagur kemur með póstinum…

…söng Bubbi.

Bara rokkstjörnur gætu notað póstinn sem viðmiðun varðandi það hvenær nýr dagur byrjar. Á Norðurmýrinni kemur pósturinn um hádegisbilið. Að þessu sinni var Austurglugginn með í­ sendingunni. Þar ritar Guðmundur Karl Jónsson sí­na hundruðustu grein um jarðgangamál. Meira að segja jarðganganördið ég á erfitt með að taka undir í­trustu kröfur hans í­ þessum efnum. En Mjóafjarðargöng verða að koma fyrr en sí­ðar…

# # # # # # # # # # # # #

Rölti niður í­ bæ til að póstleggja bréf. Náði í­ leiðinni í­ Sí­maskránna. Mig minnir að við höfum ekki einu sinni haft fyrir að hirða Sí­maskránna 2004. Notar maður nokkuð pappí­rsskránna lengur? Er ennþá að finna upplýsingasí­ðuna um hvað gera skuli í­ kjarnorkuárás (skrí­ða undir borð og breiða yfir sig dagblað)?

# # # # # # # # # # # # #

Liverpool-menn hreykja sér hátt yfir Evróputitli, sem vonlegt er. Ekki botna ég hins vegar í­ þessu væli þeirra yfir að „fá ekki að verja titilinn“ að ári. Með þessum barlóm eru þeir bara að beina athyglinni að eigin aumingjaskap í­ deildinni.

Heimsmeistarar Brasilí­u þurfa að taka þátt í­ forkeppni til að komast á HM. Hvers vegna ættu labbakútar frá Liverpool að fá sérmeðhöndlun?