La France rejette nettement le traité constitutionnel!

Hahaha… Frakkarnir kolfelldu ESB-stjórnarskránna. Hvað finnst mér um það? Tja, að hluta til held ég að þetta skipti engu máli; að hluta til fagna ég niðurstöðunni; að hluta til harma ég hana.

i) Ég held að þetta skipti litlu máli vegna þess að ESB kann fáa hluti betur en að smeygja sér undan niðurstöðum í­ svona atkvæðagreiðslum – og þessi stjórnarskrá felur svo sem ekki í­ sér það miklar breytingar.

ii) Ég fagna vegna þess að það er alltaf gaman þegar pólití­ska elí­tan fær á baukinn. Allir stóru fjölmiðlarnir, allir stóru stjórnmálaflokkarnir, allir álitsgjafar í­ spjallþáttum, allir sérfræðingar og inteligensí­an – nánast hver einasta sála tilheyrði já-hreyfingunni. Grasrótarhóparnir voru á móti og höfðu sigur.

iii) Ég harma þetta vegna þess að með höfnun Frakka er lí­klega búið að skera Breta niður úr snörunni – þeir þurfa ekki að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, en slí­k atkvæðagreiðsla hefði krafist þess að Tony Blair viki fyrst. Blair hefði ALDREI getað landað samþykki í­ þjkóðaratkvæði og því­ orðið að fara. – Það hefur e.t.v. ekki komið nægilega skýrt fram hér áður, en mér er ekkert sérstaklega vel við Tony Blair.

# # # # # # # # # # # # # #

KR-ingar höfðu ví­st ekki mikið í­ FH-inga að gera. Svo virðist sem spennan á þessu Íslandsmóti verði í­ lágmarki í­ ár. Þrjú lið virðast langlökust og Hafnfirðingar langbestir. Valur og Fram mætast hins vegar á þriðjudagskvöld og eru nú í­ öðru og þriðja sæti. Lí­klega verður að fara aftur til 1992 eða þar um bil til að finna viðureign Vals og Fram sem skilgreina hefur mátt sem toppslag með góðri samvisku…