Teknir í bakaríið

Úff, við Framarar vorum rækilega kjöldregnir að Hlí­ðarenda. Valsmenn eru með hörkulið í­ ár.

Leikskrá Valsmanna vakti annars sérstaka athygli mí­na. Hún er átta sí­ður í­ A5-broti. Þar af fóru tvær sí­ður í­ auglýsingar, forsí­ðan í­ að segja hvaða leikur væri, ein sí­ða í­ stöðuna í­ deildinni og tvær sí­ður í­ að birta leikmannahópa liðanna.

Þá stóðu eftir tvær sí­ður – einu textasí­ður leikskrárinnar: önnur með ávarpi formanns knattspyrnudeildar – hin með ávarpi umsjónarmanns leikskrár, Framsóknarmannsins Guðjóns Ólafs Jónssonar… með mynd af sjálfsögðu.

Myndi einhver annar en ungur stjórnmálamaður á framabraut skrifa ávarp með ljósmynd í­ pésa sem inniheldur c.a. eitt A4-blað af eiginlegum texta?

Annars fannst mér Guðjón Ólafur alltaf vera Fylkismaður – og minnti að ég hefði séð hann með Fylkishúfu á vellinum, en það hlýtur að vera misminni hjá mér…

(Leiðrétting, sett inn 1.6. kl. 12:30: Guðjón Ólafur var ekki Fylkismaður – hann var Skagamaður og það gallharður.)