Á vormisseri kenndum ég ásamt Sverri Jakobs og Þorsteini Vilhjálmssyni námskeiðið: Þættir úr sögu og heimspeki vísindanna. Aðdragandi þess að við tækjum að okkur kennsluna var stuttur. Það var nánar tiltekið á aðfangadag að gegnið var frá því. Þessi stutti undirbúningstími setti augljóslega svip á kennsluna hjá okkur, en ég held að útkoman hafi verið …
Monthly Archives: júní 2005
Stóra bílabónssamsærið
Blaðið er skringilega uppsett dagblað. Þar er auglýsingum skotið inn í fréttir, líkt og um myndskreytingu með viðkomandi frétt sé að ræða. Kannski er þetta með ráðum gert, þannig að lesendur staðnæmist fremur við auglýsingamyndirnar fyrir slysni. Stundum getur þetta hins vegar klikkað illilega. Á Blaðinu í dag er auglýsing fyrir Turtle-Wax bílabón. Auglýsingin er …
Reagan á toppnum
Les á net-Mogganum að Ronald Reagan hafi sigrað Lincoln í skoðanakönnun um merkasta Bandaríkjamann sögunnar. Getur ein þjóð lýst frati á sjálfa sig með afdráttarlausari hætti? Hvern hefði maður sjálfur valið? Líklega Thomas Edison. # # # # # # # # # # # # # Fréttablaðið upplýsir að Jóhannes Páll II muni á …
Snuist í hringi
Fyrst þegar við Steinunn fórum að ræða um að breyta eldhúsinu á Mánagötunni, lögðum við upp með eina grunnforsendu: við ætluðum að færa vaskinn frá veggnum og koma honum fyrir undir glugganum. Eftir heilabrot og vangaveltur í marga daga, þar sem fjöldi góðra manna og kvenna hefur komið að verki og gaukað að okkur hugmyndum, …
Sjálfbær fréttaflutningur
Stóra-Bubbamálið er skemmtilegt dæmi um sjálfbæran fréttaflutning. Starfsmaður fjölmiðlafyrirtækis (Eiríkur Jónsson) skrifar subbulega frétt um annan starfsmann fjölmiðlafyrirtækisins (Bubba Morthens). Sá starfsmaður gefur vinnufélögum sínum innan fjölmiðlasamsteypunnar (fréttastofu Stöðvar 2) viðtöl um hversu reiður hann sé, meðan vinnufélagar beggja (ritstjórn DV) smjatta á öllu saman. Enn einn hópur starfsmanna fyrirtækisins (staffið á Talstöðinni) fordæmir kollega …
Komin heim
Seinni partinn í gær flutti fjölskyldan aftur inn á Mánagötuna. Eldhúsaðstaðan er reyndar ekki upp á marga fiska. Við fengum hraðsuðuhellur lánaðar og Sigga Kristins og Jón Torfa lánuðu okkur ísskáp. Við vöskum upp í baðherberginu og blöndum þar pela. Flókin matargerð bíður seinni tíma. Mikið er samt gott að vera komin aftur heim.
Gvendur og félagar
Sú var tíðin að Skjár einn reyndi að halda úti kvöldþáttunum „…og félagar“. Þar var reynt að herma eftir amerísku spjallþáttunum. Fyrst var Axel og félagar. Axel var gömul Morfís-kempa að norðan og fyrrum dagskrárgerðarmaður á FM957. Hann notaði sömu takta og svívirkuðu í Morfís í gamla daga og henti blýöntum. Félagarnir voru Villi Goði …
Ólína farin að blóta
Ólína hélt upp á tveggja mánaða afmælið sitt með því að mæta á sumarblót ísatrúarfélagsins á Þingvöllum. Hún virtist bara kunna þessu vel og drakk mjólk hin kátasta, alsherjargoðanum til samlætis, þegar hann drakk heill hinna og þessara goða. Móðirina grunar þó að hefði Ólína sjálf fengið að ráða heill hvers hún hefði drukkið, þá …
Deilt á dómarann
Úff. Grindvíkingar voru betri en við í kvöld. Framarar fengu nokkur færi en náðu ekki upp neinu spili að viti meðan Gringvíkingar léku mjög skynsamlega. Eftir stendur samt að Jóhannesi Valgeirssyni tókst að klúðra dómgæslunni eftirminnilega. Ég minnist þess ekki að hafa séð stuðningsmenn Fram jafn reiða í garð dómara. Undir venjulegum kringumstæðum láta margir …
Fótboltagetraun II
Brighton-spurningin reyndist of létt. Ég hef verið hvattur til að spyrja virkilega andstyggilegrar spurningar í staðinn. Hún er á þessa leið: Eins og allir vita, léku nokkur ensk knattspyrnulið um tíma í búningum frá íslenska fyrirtækinu Henson. Það hefur hins vegar bara einu sinni gerst í sögunni að íslenskt fyrirtæki hafi verið aðalauglýsandi á búningi …