Komnir í 16-liða úrslitin

Framarar lögðu Fjarðabyggð í­ 32-liða úrslitum bikarsins áðan. Ég varpa öndinni léttar. Fyrir nokkrum árum fór ég í­ Garðinn þar sem Fram tapaði fyrir Ví­ðismönnum í­ þessari umferð. Það er ekki algengt að efstu deildarliðin falli úr keppni svona snemma, en niðurlægingin er þeim mun meiri þegar það gerist.

Annars sýnist mér að 2-3 viðureignir séu á leiðinni í­ framlengingu, þar á meðal leikir bæði Fylkis og Eyjamanna. Það eru óvænt tí­ðindi.

# # # # # # # # # # # # #

írbók Ferðafélagsins er að þessu sinni helguð svæðinu frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar eftir Hjörleif Guttormsson. Stefni að því­ að lesa hana í­ sumar, enda austurferð áætluð í­ september.