Fram hefur komið krafa um að ég verði kærður fyrir hryðjuverk. Þetta gerði víst maður að nafni Jón Einarsson á Talstöðinni í dag. Sjálfur heyrði ég ekki þáttinn, en mér skilst að Jón telji mig samsærismann með skyrslettufólki.
Ég þekki ekki þennan Jón Einarsson í sjón né hef kynnst honum á nokkurn hátt, en mér skilst að þetta sé sami maður og kallaði alþingismanninn Birgi írmannsson „nasistason“ síðasta vetur og talaði um að Birgir væri að sýna sitt rétta nasistaeðli.
Öfugt við það sem ætla mætti er Jón Einarsson ekki einangraður rugludallur. Þvert á móti sýnist mér hann vera í nokkrum metum hjá Framsóknarmönnum, sem meðal annars birta tengla á vefrit hans á síðum sínum. Þá gegnir hann ábyrgðarstöðum í flokknum. – Maður ætti kannski að þakka fyrir að dómsmálaráðuneytið sé í höndum íhaldsins en ekki Framsóknar…
Skyldi ég fá að blogga af hrauninu?