Úff. Grindvíkingar voru betri en við í kvöld. Framarar fengu nokkur færi en náðu ekki upp neinu spili að viti meðan Gringvíkingar léku mjög skynsamlega.
Eftir stendur samt að Jóhannesi Valgeirssyni tókst að klúðra dómgæslunni eftirminnilega. Ég minnist þess ekki að hafa séð stuðningsmenn Fram jafn reiða í garð dómara. Undir venjulegum kringumstæðum láta margir sig hverfa á lokamínútunum, til að losna út af bílastæðinum á undan ösinni en að þessu sinni biðu flestir – að því er virtist til þess að ná að baula á dómarann þegar hann gekk út af vellinum.
Dómarar geta átt vonda daga eins og aðrir. Þetta var vondur dagur hjá Jóhannesi.