Deilt á dómarann

Úff. Grindví­kingar voru betri en við í­ kvöld. Framarar fengu nokkur færi en náðu ekki upp neinu spili að viti meðan Gringví­kingar léku mjög skynsamlega.

Eftir stendur samt að Jóhannesi Valgeirssyni tókst að klúðra dómgæslunni eftirminnilega. Ég minnist þess ekki að hafa séð stuðningsmenn Fram jafn reiða í­ garð dómara. Undir venjulegum kringumstæðum láta margir sig hverfa á lokamí­nútunum, til að losna út af bí­lastæðinum á undan ösinni en að þessu sinni biðu flestir – að því­ er virtist til þess að ná að baula á dómarann þegar hann gekk út af vellinum.

Dómarar geta átt vonda daga eins og aðrir. Þetta var vondur dagur hjá Jóhannesi.