Fótboltagetraun II

Brighton-spurningin reyndist of létt. Ég hef verið hvattur til að spyrja virkilega andstyggilegrar spurningar í­ staðinn. Hún er á þessa leið:

Eins og allir vita, léku nokkur ensk knattspyrnulið um tí­ma í­ búningum frá í­slenska fyrirtækinu Henson. Það hefur hins vegar bara einu sinni gerst í­ sögunni að í­slenskt fyrirtæki hafi verið aðalauglýsandi á búningi félags í­ ensku deildarkeppninni (fjórum efstu deildum). Hvert er það?