Ólína farin að blóta

Ólí­na hélt upp á tveggja mánaða afmælið sitt með því­ að mæta á sumarblót ísatrúarfélagsins á Þingvöllum. Hún virtist bara kunna þessu vel og drakk mjólk hin kátasta, alsherjargoðanum til samlætis, þegar hann drakk heill hinna og þessara goða.

Móðirina grunar þó að hefði Ólí­na sjálf fengið að ráða heill hvers hún hefði drukkið, þá hefði snuddan hennar orðið fyrir valinu. Eða kannski óróinn.

Að ári liðnu verður Ólí­na kannski orðin nógu stór til að drekka úr blótshorni. Það er þó óví­st hvort foreldrar hennar leyfa henni að bragði á miðinum góða. En það má náttúrulega bara alveg eins drekka mjólk úr horninu. Varla færu goðin nú að reiðast því­.