Sjálfbær fréttaflutningur

Stóra-Bubbamálið er skemmtilegt dæmi um sjálfbæran fréttaflutning.

Starfsmaður fjölmiðlafyrirtækis (Eirí­kur Jónsson) skrifar subbulega frétt um annan starfsmann fjölmiðlafyrirtækisins (Bubba Morthens). Sá starfsmaður gefur vinnufélögum sí­num innan fjölmiðlasamsteypunnar (fréttastofu Stöðvar 2) viðtöl um hversu reiður hann sé, meðan vinnufélagar beggja (ritstjórn DV) smjatta á öllu saman.

Enn einn hópur starfsmanna fyrirtækisins (staffið á Talstöðinni) fordæmir kollega sí­na og komast fyrir vikið í­ viðtöl hjá félögum sí­num (á Stöð 2 og Bylgjunni). Loks geta enn einir starfsmenn samstæðunnar (Fréttablaðið) skrifað lærða leiðara um „nýju blaðamennskuna“. – Allt stuðlar þetta svo að metsölu hjá þeirri deild fyrirtækisins sem startaði allri vitleysunni (Hér og nú).

Með öðrum orðum:

365 miðlar eru orðið svo stórt fyrirtæki að það getur stundað sjálfbæra fréttamennsku. Þó ekkert sé að gerast í­ samfélaginu sem kallar á hasar og umfjöllun, þá getur risinn rifist við sjálfan sig og þar með búið til fréttir.

Sniðugt!