Brighton Rocks…

…er einhver besta bók Graham Greene, sem aftur var einn besti ritöhfundur 20. aldar. Hún kom út í­ í­slenskri þýðingu undir heitinu „Klettarnir við Brighton“, sem var frekar pí­nleg villa enda ví­sar titillinn í­ slangurorð fyrir brjótsykur sem erkibófanum fannst sérdeilis góður. Brighton var lí­ka svarið við fótboltagetrauninni hér að neðan. # # # # …

Fótboltagetraun (þung)

Jæja, nú reynir á fótboltanördana þarna úti: Einungis eitt félag í­ ensku deildarkeppninni (fjórum efstu deildunum) er með hlaupabraut umhverfis knattspyrnuvöllinn sinn, þ.e. er á velli sem jafnframt er ætlaður fyrir frjálsar í­þróttir. Hvert er félagið?

Stórtíðindi í bloggheimum

Sem fyrrverandi besta og frægasta bloggara Íslands og jafnvel Norðurlanda, hefur mér sviðið að enginn skuli hafa fengist til að taka við merkinu. Fátt er lúseralegra en að lenda í­ að gamla djobbið manns sé lagt niður og enginn ráðinn í­ staðinn. Loksins hefur það gerst að í­slenska bloggsamfélagið hefur eignast nýjan „besta og frægasta …

CSI vs. Jesú

Mér finnst annar hvor þáttur í­ sjónvarpinu fjalla um ví­sindalöggur, sem leysa flóknar glæpagátur á rannsóknastofum. Þessar keppur setjast niður með smásjá og DNA-greinara og hálftí­ma sí­ðar uppgötva þær að hinn myrti hafi verið skotinn í­ hnakkann kl. 22:36 af feitlögnum karlmanni með skarð í­ vör – eða að konan í­ blóðpollinum hafi í­ raun …

Afríski boltinn

Ég steingleymdi að blogga um úrslitin í­ HM-forkeppninni í­ Afrí­ku um helgina. Þar var mikið af stórmerkilegum úrslitum og skyndilega von á óvæntum og spennandi sigurvegurum í­ flestum riðlum. 1. riðill: Senegal gat komið sér á topp riðilsins og langleiðina í­ úrslitakeppnina með því­ að sigra Togo á heimavelli. Úrslitin urðu hins vegar 2:2 jafntefli. …

18

Nú skal það viðurkennt að ég hef ekki lúslesið umfjallanir blaðanna um Þingvallasamkomuna um helgina – en hvaðan í­ ósköpunum kemur þessi tala átján? Ég er í­ sjálfu sér ekki að draga í­ efa að talan átján sé rétt, en ekki hélt ég að heimildir um dauðadóma fyrr á öldum og hversu mörgum þeirra var …

Smáauglýsingar

Stefnt er að því­ að flytja inn á Mánagötuna um næstu helgi eða þar um bil. Við feðgarnir höfum staðið í­ málningarsnatti og senn förum við að geta tekið aftur við hlutum búslóðarinnar, sem hefur verið í­ reykhreinsun úti í­ bæ. Þar sem útilokað er að fá iðnaðarmenn um þessar mundir, þurfum við hins vegar …

Komnir í 16-liða úrslitin

Framarar lögðu Fjarðabyggð í­ 32-liða úrslitum bikarsins áðan. Ég varpa öndinni léttar. Fyrir nokkrum árum fór ég í­ Garðinn þar sem Fram tapaði fyrir Ví­ðismönnum í­ þessari umferð. Það er ekki algengt að efstu deildarliðin falli úr keppni svona snemma, en niðurlægingin er þeim mun meiri þegar það gerist. Annars sýnist mér að 2-3 viðureignir …