Svarti dauði

Á forsí­ðu Moggans er sagt frá grein Örnólfs Thorlacius í­ Náttúrufræðingnum. Fyrirsögn Moggafréttarinnar er „Svartidauði kom aldrei til Íslands“. Örnólfur er í­ greininni að rekja kenningar tveggja breskra ví­sindamanna sem settar voru fram árið 2001. Fyrirsögn Moggans er reyndar afskaplega misví­sandi og felur í­ sér ljótan hugtakarugling, þó kunnugir geti skilið af meginmálinu hvað sé …

Dorrit og Halldór Ásgrímsson

Á vafstri sí­ðustu daga hefur mér blessunarlega tekist að mestu að leiða hjá mér fréttatí­ma. Fyrir vikið veit ég lí­tið um hvað búið er að gerast í­ heiminum. Sá samt einhverja frétt um að stjórnarþingmenn væru æfir yfir að forsetafrúin hafi fengið ókeypis flugferð með einkaflugvél Baugsmanna. Þar er ví­st komin skýringin á því­ hvers …

Samræmt rugl

Ég verð nú að taka undir með kennaranum sem hefur verið að pönkast á Námsmatsstofnun vegna samræmda prófsins í­ samfélagsfræði. Það er EKKI hægt að taka þingkosningar sem dæmi um beint lýðræði samanborið við óbeint lýðræði. Þingkosningar eru einmitt kjarninn í­ óbeinu fulltrúalýðræði. Á hinn bóginn hef ég alltaf átt erfitt með að botna í­ …

Boltinn & sérlundað myndbandstæki

Fimm umferðum lokið af átján á Íslandsmótinu. Verð að viðurkenna að staðan núna kemur mér töluvert á óvart. Valur og FH eru stungin af og það maklega. FH-ingarnir held ég þó að séu mun sterkara lið og fari langt með að klára mótið á Hlí­ðarenda í­ vikunni. Á hinum endanum sé ég ekki hvernig Þróttararnir …

Kosningasmalinn Stefán

Hahaha… atvinnumótmælandinn og fundaskelmirinn Stefán gerir usla á ólí­klegustu stöðum! Á ljós hefur komið að ég er liðtækur í­ að leggja undir mig sjúklingafélög. Til er vefur, sem nefnist MS-spjallið. Til hans var stofnað af Vilborgu Traustadóttur, sem var formaður MS-félags Íslands til haustsins 2003 þegar hún var kolfelld á aðalfundi af núverandi forystusveit félagsins. …

Dagurinn

Annasamur dagur hjá fjölskyldunni að Mánagötu (sem þó hefst ekki við á Mánagötunni sem stendur). Steinunn vaknaði snemma og fór á norrænan MS-fund. Seinni partinn lenti hún svo í­ viðtali við Stöð 2 um MS og barneignir. Viðtalið var sýnt í­ kvöldfréttunum áðan og mér sýndist það bara koma ágætlega út. Sjálfur fór ég á …

Reykjavík 1908

Á kvöld leit ég á Ví­kingsvöllinn. Þar fer Raggi Kristins fyrir Bersekrjum, stuðningsmannaklúbbi Ví­kinga. Hitti ýmsa mæta menn, þar á meðal Atla Gí­sla og Frikka son hans. Atli bauð mér upp á kaffi og reyndi að strí­ða mér á Íslandsmeistaratitli Ví­kinga 1991. Ég er ónæmur fyrir því­. Hef alltaf getað unað Ví­kingum þessa titils og …

Fyrsta skiptið er alltaf eftirminnilegast

Ég er fótboltanörd og sagnfræðinörd. Eins og allir þeir sem falla undir báðar þessar skilgreiningar, hef ég brennandi áhuga á HM í­ fótbolta. Þegar ég var 12 ára vissi ég fáránlega mikið um sögu þessarar keppni og öll helstu úrslit. Á seinni tí­ð reyni ég að halda þessu innan skynsamlegra marka. Sem HM-nörd fylgist ég …

Manndrápsskápar

Arg! Þessir helv. hornskápar á Mánagötunni eru fáránlega rammgerðir! Hefur einhver heyrt um forskalaða skápa inni í­ innréttingu fyrr? Á dag og kvöld tókst mér að brjóta niður skápinn umhverfis strompinn. Þá er bara eftir fataskápurinn af ganginum, sem ég ætla að innlima í­ eldhúsið. Vonir standa til að hann sé ekki alveg jafnmassí­vur. Á …

Sleggjan

Eftir spjall við starfsmann VíS í­ dag, ákvað ég að vaða í­ að ryðja burt eldhúsinnréttingunni. Það var enginn hörgull á sjálfboðaliðum, en plássið er lí­tið og því­ fékk ég bara Elvar í­ þetta með mér. Sleggjan frá Bjarti var óspart notuð. Innréttingin fór út vandræðalí­tið. Þá voru eftir þrí­r hornskápar, sem augljóslega áttu að …