Einu sinni hafði ég þá vinnureglu að eiga ekki bíl sem kostaði meira en svona góð mánaðarlaun. Nú er hún fallin. Skrifaði í gær undir pappíra sem gera okkur Steinunni að eigendum bláu Súkkunnar hans pabba. Hún leysir þar með gamla Volvoinn af hólmi. Hans verður lengi saknað. Með haustinu þurfum við svo að skipta …
Monthly Archives: júlí 2005
Einkaþjónar
Skandall dagsins í DV er að Alfreð Þorsteinsson haldi einkaþjóna í höfuðstöðvum Orkuveitunnar og að þeir gangi um „stífpressaðir eins og á fínu veitingastöðunum í New York“. Á forsíðu blaðsins má svo sjá mynd af Magga sem stjórnar mötuneyti Orkuveitunnar og Jóa sem á væntanlega að vera annar „einkaþjónninn“ ásamt Palla. Jói og Palli – …
Svikinn um ýsuna
Jæja, ekki fékk ég neina ýsu í kvöld. Flutningamennirnir komu ekki með tveggja metra Santo-ísskápinn fyrr en laust fyrir kl. sjö. Ristað brauð varð að duga í staðinn. Ekki finnst mér Santo vera traustvekjandi nafn á ísskápi. Hljómar frekar eins og gosdrykkjategund. En flottur er hann. Bauð Palla á leikinn – þar sem mig minnti …
Raflagnateikningar
Spásseraði niður Laugaveginn eins og fínn maður með Ólínu í vagni. Hitti fullt af fólki á leiðinni, þ.á.m. Höllu, Siggu bleiku, Þórunni Valdimarsdóttur og Ragnheiði úr Sögufélagi (NB – Sögufélagi ekki Sögufélaginu, félagið heitir Sögufélag án ákveðins greinis – ungsagnfræðingar ruglast oft á þessu). Leiðin lá til Jóhönnu á Borgarskjalasafn til að fá afrit af …
Þráhyggja
Þráhyggja Fréttablaðsins varðandi R-listans og framtíð hans heldur áfram. Um helgina var stóra fréttin á forsíðu blaðsins að samstarfið héngi á bláþræði. Við lestur fréttarinnar kom hins vegar í ljós að ekki var rasskat að gerast í málinu, engir fundir haldnir eða neitt. Á dag er stóra forsíðufréttin að það sé allt í gúddí í …
Innstimplun
Jæja, þriggja mánaða feðraorlof að baki. Tíminn hefur flogið – en á hitt ber að líta að ansi mikið hefur gerst á þessum stutta tíma og einhvern veginn finnst mér ég alltaf hafa átt Ólínu. Reyndar er ofmælt að segja að ég byrji af fullum krafti að vinna, því þar sem Steinunn er að jafna …
Peter Sellers
Letidagur á Mánagötu. Vöknuðum laust fyrir hádegið, ég settist við að þrykkja út barmmerkjum fyrir Feministafélagið og Steinunn bakaði sig í sólinni. Ólína er eins og pabbi sinn að því leiti að hún er ekkert gefin fyrir sól – heldur orgaði og reyndi að fletta sig klæðum og sparka af sér yfirhöfnum í svækjunni. Páll …
Jólahreingerning í júlí
íbúðin er með fínasta móti í dag, enda búið að þrífa hátt og lágt. María frá Heimaþjónustunni kom í fyrsta skipti í dag og tók til hendinni. Þar sem ég er að fara að vinna aftur eftir feðraorlofið sóttum við um aðstoð við þrifin og ýmis viðvik sem Steinunn á erfitt með. Reyndar grunar mig …
Helgi Seljan
Á Austurglugganum, sem barst í póstinum í dag, er birtur hluti af pistli Helga Seljan fluttum í Talstöðinni um daginn. Þar lýsti Reyðfirðingurinn Helgi, fyrrum bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, því að honum hefði snúist hugur varðandi álversframkvæmdirnar fyrir austan og Kárahnjúkavirkjun. Það er ekki öllum gefið að geta skipt um skoðun, hvað þá í stórum málum. …
Óþolandi
Óskaplega er það nú gott að hafa loksins unnið leik eftir alla þessa tapleiki. Þegar Eyjamennirnir jöfnuðu í uppbótartíma var ég skíthræddur um að leikurinn myndi tapast og mórallinn í kjölfarið fara í ræsið. Svona sigur gæti hins vegar orðið til að stríðsgæfan fari að snúast. Einu verð ég þó að tuða yfir: Það er …