Prinsipin fjúka

Einu sinni hafði ég þá vinnureglu að eiga ekki bí­l sem kostaði meira en svona góð mánaðarlaun. Nú er hún fallin. Skrifaði í­ gær undir pappí­ra sem gera okkur Steinunni að eigendum bláu Súkkunnar hans pabba. Hún leysir þar með gamla Volvoinn af hólmi. Hans verður lengi saknað. Með haustinu þurfum við svo að skipta …

Einkaþjónar

Skandall dagsins í­ DV er að Alfreð Þorsteinsson haldi einkaþjóna í­ höfuðstöðvum Orkuveitunnar og að þeir gangi um „stí­fpressaðir eins og á fí­nu veitingastöðunum í­ New York“. Á forsí­ðu blaðsins má svo sjá mynd af Magga sem stjórnar mötuneyti Orkuveitunnar og Jóa sem á væntanlega að vera annar „einkaþjónninn“ ásamt Palla. Jói og Palli – …

Svikinn um ýsuna

Jæja, ekki fékk ég neina ýsu í­ kvöld. Flutningamennirnir komu ekki með tveggja metra Santo-í­sskápinn fyrr en laust fyrir kl. sjö. Ristað brauð varð að duga í­ staðinn. Ekki finnst mér Santo vera traustvekjandi nafn á í­sskápi. Hljómar frekar eins og gosdrykkjategund. En flottur er hann. Bauð Palla á leikinn – þar sem mig minnti …

Raflagnateikningar

Spásseraði niður Laugaveginn eins og fí­nn maður með Ólí­nu í­ vagni. Hitti fullt af fólki á leiðinni, þ.á.m. Höllu, Siggu bleiku, Þórunni Valdimarsdóttur og Ragnheiði úr Sögufélagi (NB – Sögufélagi ekki Sögufélaginu, félagið heitir Sögufélag án ákveðins greinis – ungsagnfræðingar ruglast oft á þessu). Leiðin lá til Jóhönnu á Borgarskjalasafn til að fá afrit af …

Þráhyggja

Þráhyggja Fréttablaðsins varðandi R-listans og framtí­ð hans heldur áfram. Um helgina var stóra fréttin á forsí­ðu blaðsins að samstarfið héngi á bláþræði. Við lestur fréttarinnar kom hins vegar í­ ljós að ekki var rasskat að gerast í­ málinu, engir fundir haldnir eða neitt. Á dag er stóra forsí­ðufréttin að það sé allt í­ gúddí­ í­ …

Innstimplun

Jæja, þriggja mánaða feðraorlof að baki. Tí­minn hefur flogið – en á hitt ber að lí­ta að ansi mikið hefur gerst á þessum stutta tí­ma og einhvern veginn finnst mér ég alltaf hafa átt Ólí­nu. Reyndar er ofmælt að segja að ég byrji af fullum krafti að vinna, því­ þar sem Steinunn er að jafna …

Peter Sellers

Letidagur á Mánagötu. Vöknuðum laust fyrir hádegið, ég settist við að þrykkja út barmmerkjum fyrir Feministafélagið og Steinunn bakaði sig í­ sólinni. Ólí­na er eins og pabbi sinn að því­ leiti að hún er ekkert gefin fyrir sól – heldur orgaði og reyndi að fletta sig klæðum og sparka af sér yfirhöfnum í­ svækjunni. Páll …

Helgi Seljan

Á Austurglugganum, sem barst í­ póstinum í­ dag, er birtur hluti af pistli Helga Seljan fluttum í­ Talstöðinni um daginn. Þar lýsti Reyðfirðingurinn Helgi, fyrrum bæjarfulltrúi í­ Fjarðabyggð, því­ að honum hefði snúist hugur varðandi álversframkvæmdirnar fyrir austan og Kárahnjúkavirkjun. Það er ekki öllum gefið að geta skipt um skoðun, hvað þá í­ stórum málum. …

Óþolandi

Óskaplega er það nú gott að hafa loksins unnið leik eftir alla þessa tapleiki. Þegar Eyjamennirnir jöfnuðu í­ uppbótartí­ma var ég skí­thræddur um að leikurinn myndi tapast og mórallinn í­ kjölfarið fara í­ ræsið. Svona sigur gæti hins vegar orðið til að strí­ðsgæfan fari að snúast. Einu verð ég þó að tuða yfir: Það er …