Proppé-feðgarnir Kolbeinn og Óttar fóru með mér á leik Fram og FH í gær.
Fyrr um daginn stoppaði ég í Frímerkjahúsinu og keypti litla frímerkjabók og tvo pakka með frímerkjum, annars vegar með myndum af bílum en hins vegar fótbolta.
Óttar er nefnilega sex ára og það er rétti tíminn til að byrja að safna frímerkjum. Það er holl og góð iðja fyrir litla krakka – en skringileg hjá harðfullorðnu fólki.
Sjálfur safnaði ég frímerkjum eins og óður væri. Meðal þess sem ég fékk út úr því var ágætis færni í erlendri landafræði og brotakenndar upplýsingar um sögu og menningu ýmissa þjóða – einkum fátækra þriðja heims ríkja sem gerðu út á að framleiða ódýr og litrík frímerki.
íður fyrr voru íslensk frímerki mjög svöl. Á seinni tíð hefur útgáfan hins vegar orðið sjoppulegri. Það er eins og græðgin hafi náð yfirhöndinni, merkjum er pundað út af minnsta tilefni og handverkið er ekki eins klassískt og áður. – Svalasta Norðurlandaþjóðin í frímerkjabransanum eru ílandseyjar. Færeyingar eru sömuleiðis flottir og hafa miklu meiri klassa en Íslendingar. Á báðum stöðum er skýr menningarpólitík á bak við frímerkjaútgáfuna, sem virðist skorta hér heima.
# # # # # # # # # # # # #
Fór í Ríkið í dag og keypti lítilræði af bjór, eina viský (Júra, 10 ára) og tvær rauðvín. Spurði afgreiðslumanninn út í hvort einhver vín frá Tyrklandi eða Kákasus væru á boðstólum. Til skamms tíma átti íTVR nokkrar fínar tegundir frá Georgíu, sem allar duttu úr sölu. Tyrknesk vín eru sömuleiðis sallafín, en ófáanleg hér.
Auðvitað fór ég bónleiður til búðar. Þótt rauðvínsdeildin í Ríkinu virðist tilkomumikil við fyrstu sýn, þá er megnið af þessu keimlík vín og mörg frá sama framleiðanda.
Einhver góður heildsali mætti koma sér upp tyrkneskum viðskiptasamböndum. Jafnframt þyrfti einhver að opna ekta tyrkneskan veitingastað í Reykjavík. Það er góður matur.