Auðvitað sleppur Jón ísgeir og öll Bónus-famelían. Ég er til í að veðja góðri summu að hann verður varla dæmdur fyrir mikið meira en stöðumælasekt og fyrir að smygla auka-sígarettukartoni í gegnum tollinn.
Hvers vegna?
Jú, rannsókn málsins er búin að taka mörg ár og kosta skrilljónir. ALLTAF þegar upplýst er í byrjun réttarhalda að um sé að ræða „viðamestu og kostnaðarsömustu rannsókn sem sögur fara af“, þá hrynur málið eins og spilaborg í höndum ákæruvaldsins.
Stuðlarnir á Lengjunni ættu að líta svona út:
Bónus : Saksóknari 1,10 – 2,00 – 6,80
Ójá.