Þá er búið að semja við rafvirkja um að taka að sér rafmagnsmálin í eldhúsinu á Mánagötu. Þar er þungu fargi af mér létt.
Um leið og rafvirkinn hefur lokið sér af, gæti múrari tekið til starfa. Þá er bara að hafa upp á einum slíkum.
# # # # # # # # # # # # #
Á kvöld keppa Víkingur og KR á Víkingsvelli í bikarnum. Á sama tíma verð ég í kvöldmat hjá tengdó í Kjarrhólmanum. Þar slæ ég tvær flugur í einu höggi, því völlurinn blasir við út um stofugluggann hjá henni. Verst er að annað markið er hulið trjám frá einhverri gróðrastöð í Mörkinni. Skyldi enginn knattspyrnuunnandi í Kjarrhólmanum hafa íhugað að fara með koparnagla að næturlagi og reka á kaf í hæstu og laufskrúðugustu trén?