Á Austurglugganum, sem barst í póstinum í dag, er birtur hluti af pistli Helga Seljan fluttum í Talstöðinni um daginn. Þar lýsti Reyðfirðingurinn Helgi, fyrrum bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, því að honum hefði snúist hugur varðandi álversframkvæmdirnar fyrir austan og Kárahnjúkavirkjun.
Það er ekki öllum gefið að geta skipt um skoðun, hvað þá í stórum málum. Það gefur sömuleiðis auga leið að fyrir ungan mann úr Fjarðabyggð, sem margir hafa nefnt sem framtíðarstjórnmálamann, hefði verið miklu auðveldara að þegja þunnu hljóði. Pistillinn ber það líka með sér að Helga hefur legið mikið á hjarta.
Hvet þá sem geta komist í Austurgluggann til að lesa pistilinn. Það er vel þess virði.