Jólahreingerning í júlí

íbúðin er með fí­nasta móti í­ dag, enda búið að þrí­fa hátt og lágt.

Marí­a frá Heimaþjónustunni kom í­ fyrsta skipti í­ dag og tók til hendinni. Þar sem ég er að fara að vinna aftur eftir feðraorlofið sóttum við um aðstoð við þrifin og ýmis viðvik sem Steinunn á erfitt með. Reyndar grunar mig að einn helsti kosturinn við að fá húshjálp sé að það sparki í­ rassinn á manni sjálfum að ryðja til þannig að ekki sé allt á rúi og stúi þegar hún mætir á svæðið. Á það minnsta kom ekki til greina að sitja og nördast á netinu meðan á þessu stóð. Fór í­ pappí­rsgám og losaði mig við fernur. Hér er hins vegar allt að fyllast af flöskum og dósum, en börnin í­ hverfinu eru ekki nægilega miklir kapí­talistar – í­ það minnsta bankar enginn uppá til að betla dósir.