Innstimplun

Jæja, þriggja mánaða feðraorlof að baki. Tí­minn hefur flogið – en á hitt ber að lí­ta að ansi mikið hefur gerst á þessum stutta tí­ma og einhvern veginn finnst mér ég alltaf hafa átt Ólí­nu.

Reyndar er ofmælt að segja að ég byrji af fullum krafti að vinna, því­ þar sem Steinunn er að jafna sig eftir lyfjakúrinn í­ sí­ðustu viku geri ég ráð fyrir að taka nokkra sumarfrí­sdaga núna strax. Þá er von á rafvirkja í­ heimsókn seinni partinn á morgun. Hann mun vonandi hefjast handa strax á þriðjudag og þá er spurning hvort við þurfum að flytja út í­ einhvern tí­ma því­ væntanlega fylgir þessu múrbrot og sögunarvinna.

Hvað annað þarf að gera á morgun? Jú, lí­ta í­ nokkra banka til að ræða lánatökumál fyir SHA; hringja í­ Bræðurna Ormsson til að fá rétta í­sskápinn eftir misskilninginn á föstudag; búa til helling af barmmerkjum fyrir feministafélagið; lí­ta í­ heimsókn til tengdó (frændfólk Steinunnar er á landinu) og vitaskuld sjá stórleikinn í­ Laugardalnum – Þróttur:Fram.

# # # # # # # # # # # # #

Sá sí­ðasta hálftí­mann af KR:Keflaví­k. Keflví­kingarnir unnu sanngjarnan sigur, enda KR-ingarnir með ólí­kindum fyrirsjáanlegir í­ spilamennsku sinni. Kristján Finnbogason neglir fram og svo reyna félagar hans að koma háum boltum inn í­ teiginn. Merkilegra er það nú ekki.

Eyjamenn telja sig hafa átt meira skilið en tap gegn FH-ingum. Ef Birkir Kristinsson er í­ raun viðbeinsbrotinn versnar staða þeirra til muna. Varla spilar maður viðbeinsbrotinn í­ marki? Einhvers staðar las ég að viðbeinin væru þau bein lí­kamans sem flestir brytu. Ætlaði að spyrja um það í­ GB, en gugnaði þar sem ég fann ekki nægilega trausta heimild til að ví­sa í­. Einhverjar aðrar uppástungur að brothættum beinum?

# # # # # # # # # # # # #

Hlemmtorgið hefur tekið talsverðum breytingum sí­ðustu daga. Klyfjahestur Sigurjóns er kominn á þann stað sem honum var upphaflega ætlaður. Sjálfur hvatti ég til þessa í­ grein í­ janúar á sí­ðasta ári. Ætli aðrir hafi þó ekki verið búnir að fá sömu hugmynd áður?

Klyfjahesturinn er fallegt verk, en það voru mistök að bæta folaldinu við. Verkið er betra án þess. – Nú er ég enginn hestakall, en ætli hryssur með folöld hafi mikið verið notaðar sem klyfjahestar?

En úr því­ að borgin er farin að færa til styttur, þá er önnur stytta sem er á röngum stað og sem brýnt er að flytja. Vatnsberinn eftir ísmund á ekki að vera á Litlu-Hlí­ð, þar sem enginn fær notið verksins. Þetta öndvegisverk meistarans á að standa á Lækjartorgi, þar sem því­ var ætlaður staður upphaflega áður en plebbar borgarinnar stöðvuðu þau áform.

Vatnsberann á Lækjartorg – helst strax næsta sumar!