Þráhyggja

Þráhyggja Fréttablaðsins varðandi R-listans og framtí­ð hans heldur áfram. Um helgina var stóra fréttin á forsí­ðu blaðsins að samstarfið héngi á bláþræði. Við lestur fréttarinnar kom hins vegar í­ ljós að ekki var rasskat að gerast í­ málinu, engir fundir haldnir eða neitt.

Á dag er stóra forsí­ðufréttin að það sé allt í­ gúddí­ í­ R-listanum og mikil bjartsýni og einhugur. Ekkert hefur þó gerst í­ málinu þennan sólarhring sem leið á milli blaðanna.

Hvað ætli Fréttablaðið nái mörgum innihaldslausum forsí­ðufréttum um R-listann til viðbótar í­ þessari viku? Spái því­ að innan þriggja daga verði forsí­ða blaðsins lögð undir risafyrirsögnina: „R-LISTINN BííUR FRAM – EíA EKKI…!“

# # # # # # # # # # # # #

Fyrir helgi samþykktu Framsóknarmenn í­ Reykjaví­k-norður ályktun um að Salvör Gissurardóttir sé að leggja þá í­ einelti. Fyndið að ein kona geti lagt heilan stjórnmálaflokk í­ eineldi. Minnir helst á það þegar ónefndur sauður á Mogganum hélt því­ fram að vefritið Múrinn væri að leggja Morgunblaðið í­ einelti. – Þarf eineltispúkinn helst ekki að vera svipaður að stærð og helst stærri en fórnarlambið?

Nema hvað – ég er pí­nulí­tið öfundsjúkur út í­ Salvöru. Enginn stjórnmálaflokkur hefur séð ástæðu til að álykta sérstaklega gegn mér. Samt hefur maður stundum sent Framsókn tóninn. Núna hefur maður þó amk eitthvað til að stefna að.