Raflagnateikningar

Spásseraði niður Laugaveginn eins og fí­nn maður með Ólí­nu í­ vagni. Hitti fullt af fólki á leiðinni, þ.á.m. Höllu, Siggu bleiku, Þórunni Valdimarsdóttur og Ragnheiði úr Sögufélagi (NB – Sögufélagi ekki Sögufélaginu, félagið heitir Sögufélag án ákveðins greinis – ungsagnfræðingar ruglast oft á þessu).

Leiðin lá til Jóhönnu á Borgarskjalasafn til að fá afrit af raflagnateikningum Mánagötunnar, sem á flestum svona pappí­rum heitir Mánagata 26 en ekki 24 (upphaflega var nefnilega gert ráð fyrir að byggt yrði tví­býlt þar sem Mánagata 22 reis).

Alveg er það með ólí­kindum kjánalegt að raflagnateikningar séu varðveittar á Borgarskjalasafni. Væri kannski skiljanlegt ef um væri að ræða arf frá gamalli tí­ð, en þessi tilhögun er nýleg. Núna fara menn í­ höfuðstöðvar Orkuveitunnar til að fá kort af heimæðum og tegningum frá götu; í­ Borgartúnið eftir flestum öðrum teikningum – en raflagnirnar eru á Tryggvagötunni. Hvers vegna ekki að hafa þetta á einum og sama staðnum?

Mætti ekki ganga í­ það verkefni að skanna inn raflagnateikningarnar og koma þeim inn í­ LUKR-ið? Sjálfur talaði ég raunar fyrir því­ í­ erindi á LUKR-ráðstefnu á sí­num tí­ma að reynt væri að taka inn sem mest af gömlum myndum Ljósmyndasafns í­ kerfið og tengja fastanúmerum húsa þar sem unnt væri. Raflagnateikningarnar eru enn augljósara dæmi.

Annars var fí­nt að hitta Jóhönnu og ágætt að reka nefið inn á skjalasafnið – það minnti mig á að ég mætti sinna ýmsum sagnfræðiverkefnum sem hafa fengið að sitja á hakanum alltof lengi.

# # # # # # # # # # # # #

Mennirnir með í­sskápinn eru ekki komnir enn. Húki heima og bí­ð. Sé fram á að missa af fisknum hjá tengdó. Urr…