Svikinn um ýsuna

Jæja, ekki fékk ég neina ýsu í­ kvöld. Flutningamennirnir komu ekki með tveggja metra Santo-í­sskápinn fyrr en laust fyrir kl. sjö. Ristað brauð varð að duga í­ staðinn.

Ekki finnst mér Santo vera traustvekjandi nafn á í­sskápi. Hljómar frekar eins og gosdrykkjategund. En flottur er hann.

Bauð Palla á leikinn – þar sem mig minnti að þetta væri heimaleikur okkar og ég ætti því­ nóg af miðum. Það væri synd að segja að leikurinn hafi verið fjörugur, en úrslitin þeim mun ánægjulegri. Þróttarar falla, ég hef enga trú á öðru.

Þá er næsta formsatriði eftir – að slá FH út úr bikarnum í­ næstu viku.

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun fær grí­sinn þriggja mánaða sprautuna. Spái því­ að ég eigi eftir að hrí­na álí­ka hátt og barnið við stunguna.