Ég hef aldrei séð – aðra eins frystikistu…

Á tengslum við eldhúsframkvæmdir Mánagötufamelí­unnar, höfum við Steinunn þurft að skoða talsvert að raftækjum, þar á meðal í­sskápum. Einhverra hluta vegna get ég þó ekki labbað inn í­ í­sskápadeild raftækjabúða án þess að sjá fyrir mér Eyþór Arnalds og félaga í­ Tappanum flytja í­sskápslagið. Kannski voru einhver dulin skilaboð í­ laginu, í­ það minnsta lét …

Skipulagsmál

Óskaplega er ég orðinn þreyttur á að heyra hina og þessa lýsa því­ yfir að næstu borgarstjórnarkosningar muni snúast um skipulagsmál. Það er fjarri sanni. Þvert á það sem ætla mætti af umræðum í­ fjölmiðlum, fjalla skipulagsmál nefnilega ekki um það hvar fólk vill búa – heldur hvar það vill að aðrir búi eða búi …

Einspark

Ég hefði betur sleppt því­ að kvarta yfir mætingunni í­ sí­ðasta þriðjudagsbolta, þar sem við vorum sex talsins. Að þessu sinni mættu bara fimm og við dunduðum okkur í­ einsparki eins og í­ gamla daga. Það er nú varla alvöru boltaspark. # # # # # # # # # # # # # Lenti …

Ástralir og lýðræðið

Pawel Bartoszek á Deiglunni er einn af eftirlætis vefritaskrí­bentunum mí­num hér á landi. Ég er ekki alltaf sammála honum, en oft veltir hann upp skemmtilegum flötum – auk þess sem hann er tölfræðinörd og kosninganörd, en slí­kir menn eru einatt skemmtilegir. Greinin hans á Deiglunni um daginn, fannst mér þó skrí­tin. Þar reynir Pawel að …

Þrír á þrjá

Úff, mætingin í­ fótboltann í­ kvöld var afleit. Neyddumst til að spila þrí­r á þrjá. Það er meira en við fituhlunkarnir þolum. Mí­n lið töpuðu hrakmánarlega í­ tveimur fyrstu leikjunum, en í­ lokaleiknum röðuðum ég, Þórir og ísi inn glæsimörkum og unnum frægan sigur. Fyrir veturinn verðum við að redda fleiri mönnum til að losna …

Kafteinn Ísland

Grapevine kynnir til sögunnar „fyrstu í­slensku ofurhetjuna“, sem er einhvers konar blanda af manni og lunda. Ekki galin hugmynd – en fráleitt jafn frumleg og útgefendur vilja ætla. Kafteinn Ísland, sem Kjarnó skrifaði nokkrar bækur um, er hin eina sanna fyrsta í­slenska ofurhetja. Hann byrjaði sem aukapersóna í­ Sví­nharði Smásál í­ Þjóðviljanum, en tók sí­ðar …

Hrollur

Eftir tvær vikur lýkur þessu þriggja mánaða feðraorlofi mí­nu og vinnan tekur við. Það er skelfileg tilhugsun. # # # # # # # # # # # # # Á morgun skal haldið til Vestmannaeyja – flogið verður frá Bakka. Þar sem lagt er snemma af stað, en leikurinn er ekki fyrr en um …

Leiðindagaurinn Internet

Internetið er gleðispillir 21. aldarinnar. Herra Google er búinn að eyðileggja ótal spurningaleiki. Spurningahöfundar geta hnoðað saman skemmtilegum spurningum, sem reyna eiga á minni fólks eða tengigáfu – en einföld gúgglun eyðileggur langflestar þessara þrauta á örfáum sekúndum. Sú var lí­ka tí­ðin að menn gátu slengt fram lí­flegum og skemmtilegum sögum eða staðhæfingum, þar sem …

Arftaki

Fréttablaðið upplýsir í­ dag að Anna Kristí­n Jóinsdóttir verði næsti dómari í­ Gettu betur. Ég er hæstánægður að botn sé fenginn í­ málið, enda veitir spurningahöfundi ekki af góðum tí­ma til að semja öll þessi ósköp – hvað þá í­ fyrsta skiptið. Sí­ðustu þrjá miðvikudaga hefur Anna Kristí­n keppt í­ spurningaleik Ólafs Bjarna Guðnasonar á …