Eitt af því fyrsta sem við Steinunn gerðum eftir að við fluttum aftur inn á Mánagötuna, var að skipta aftur yfir í taubleyjur úr pappableyjum. Þrengslin í Frostaskjólinu og skortur á þurrkaðstöðu gerði það að verkum að við neyddumst til að skipta við herra Pamper. Gallinn við pappableyjurnar (fyrir utan umhverfissjónarmiðið) eru hvimleið lykt, auk …
Monthly Archives: júlí 2005
Styrmir
Á nýjasta Mannlífi er fáránlega langt viðtal við Stymi Gunnarsson. Svo langt að enginn nennir að lesa það til enda aðrir en blaðamenn á Mogganum, en þeir álíta almennt að Styrmir sé hálfguð með yfirnáttúrulega krafta og röntgensjón. Á lok viðtalsins birtir blaðamaður Mannlífs svo nokkrar blaðsíður af „greitest hits“ molum úr Reykjavíkurbréfum Moggans. Ekki …
Auglýsingarnar frá íhaldinu
Fór með Ólínu í gönguferð í hádeginu, þar sem leiðin lá meðal annars í höfuðstöðvar VíS – vígi Finns Ingólfssonar. Þá fór ég að rifja upp auglýsingarnar frá íhaldinu fyrir brogarstjórnarkosningarnar 1994. Framsóknarflokkurinn var þar í veigamiklu hlutverki. Ein auglýsingin var með fýlulega mynd af Sigrúnu Magnúsdóttur og tilvitnun í hana nokkrum mánuðum fyrr, þar …
Rafvirki í hús
Þá er búið að semja við rafvirkja um að taka að sér rafmagnsmálin í eldhúsinu á Mánagötu. Þar er þungu fargi af mér létt. Um leið og rafvirkinn hefur lokið sér af, gæti múrari tekið til starfa. Þá er bara að hafa upp á einum slíkum. # # # # # # # # # …
8 karlar
Þegar Live-Aid var á sínum tíma var ég í útileigu með fjölskyldunni í Þórsmörk. Ég man það vegna þess að mér fannst ég vera að missa af stórviðburði og botnaði ekkert í foreldrunum að fara úr bænum á slíkri stundu. Eflaust hefði ég horft á alla dagskránna. Sleppti nær algjörlega tónleikunum í dag og var …
Jón Ásgeir sleppur
Auðvitað sleppur Jón ísgeir og öll Bónus-famelían. Ég er til í að veðja góðri summu að hann verður varla dæmdur fyrir mikið meira en stöðumælasekt og fyrir að smygla auka-sígarettukartoni í gegnum tollinn. Hvers vegna? Jú, rannsókn málsins er búin að taka mörg ár og kosta skrilljónir. ALLTAF þegar upplýst er í byrjun réttarhalda að …
Frímerki
Proppé-feðgarnir Kolbeinn og Óttar fóru með mér á leik Fram og FH í gær. Fyrr um daginn stoppaði ég í Frímerkjahúsinu og keypti litla frímerkjabók og tvo pakka með frímerkjum, annars vegar með myndum af bílum en hins vegar fótbolta. Óttar er nefnilega sex ára og það er rétti tíminn til að byrja að safna …