Á kvöld skiluðum ég, Siggi Flosa og Einar Ólafs lyklunum að herbergi SHA í Þinghóli í Kópavogi. Það var reyndar ekki með ráðum gert að formaðurinn, ritarinn og gjaldkerinn mættu í þessa för – það vildi bara svo til að það kom í okkar hlut að bera síðustu mublurnar þaðan. Ég man ekki hvað við …
Monthly Archives: ágúst 2005
Brennisteinssýra
Gleðilegt að lesa þessa frétt á net-Mogganum. Dómari við Héraðsdóm tekur lögguna á Keflavíkurflugvelli og rassskellir hana fyrir amatöraleg vinnubrögð og fyrir að gefa sér niðurstöður í máli áður en rannsóknargögn liggja fyrir. Það var mjög sláandi að fylgjast með framgöngu lögreglunnar í þessu brennisteinssýrumáli Litháans og ekki síður hvernig fjölmiðlarnir gleyptu við því. Meira …
Leikhúsárið
Blaðaði í gegnum kynningarpésan frá Þjóðleikhúsinu og sá þar eitt og annað sem gaman væri að skella sér á. Síðustu misserin hefur dagskráin þar lítið höfðað til mín. Þá sjaldan við höfum drifið okkur í leikhúsið hefur það verið í Borgarleikhúsinu hjá Leikfélaginu. Eru þetta áhrif nýja leikhússtjórans? Nú er ekkert sem heitir – tvær …
Fjölskyldulíf
Á kvöld var ætlunin að baða barnið. Til þessa hefur gríslingnum verið dýft ofan í þartilgerða setlaug sem Jóhanna færði okkur í vöggugjöf. Nú er Ólína víst orðin of stór fyrir þann bala. Síðast þegar hún var böðuð fóru þær mæðgur saman í bað heima hjá gömlu. Nú átti að bæta um betur og eitt …
Heim í kotið
Á dag flytur litla fjölskyldan aftur heim á Mánagötuna eftir rúmlega viku útlegð. Múrarinn og málarinn hafa lokið sér af og maður er loksins farinn að trúa því að þessum framkvæmdum muni ljúka. Innréttingin kemur vonandi innan tíðar og þá getur smiðurinn tekið til starfa ásamt píparanum og rafvirkjanum. Dúkaravinnan og flísalagningin fá að bíða …
Bóksala í Palestínu
Vef-Þjóðviljinn fjallar í dag um fúlmennsku þess að fjölmiðlar ræði um líflátshótanir Pat Robertsons í garð forseta Venesúela. Að mati Vef-Þjóðviljans eyða fjölmiðlar alltof mikilli orku í að segja frá hatri hvítra, kristinna hægrimanna á fólki af öðrum trúarbrögðum og kynþáttum – en gleymi að segja frá þeim múslimum sem láta svipaðar skoðanir í ljósi. …
Besta bókin?
Einhver bloggarinn var í dag að velta fyrir sér hver væri besta bókin sem hann hefði lesið og lofaði sjálfum sér að búa til topp-10 lista. Ekki myndi ég leggja í að hrista saman slíkan lista. Hann myndi kalla á alltof marga varnagla. T.d. þyrfti að skilgreina hugtakið „besta bók“. Margar af þeim bókum sem …
Pat Robertson
Pat Robertson er einn áhrifamesti trúarleiðtogi Bandaríkjanna. Hann er virkur meðlimur í Repúblikanaflokki Bush forseta og sóttist m.a. eftir útnefningu til embættis forseta 1988 – og þótti um tíma sigurstranglegur. Nú hefur Pat Robertson kallað eftir því að forseti annars ríkis – Hugo Chavez, forseti Venesúela, verði myrtur. Þetta sagði hann ekki undir rós, heldur …
Danska
Hópur danskra verkfræðinga var að yfirgefa safnið. Þetta var eldra fólk sem talaði frábærlega skýra og góða Kaupmannahafnar-dönsku. Ég átti ekki í neinum vandræðum með að skilja þau og þau ekki mig. Þegar hingað koma yngri Danir getur hins vegar allt farið í steik og enginn skilur neitt. Ég held að menn gleymi þessum þætti …
Stóráfangi
Gærdagurinn var mikill gleðidagur. Þá var skrifað undir kaup á húsnæði fyrir SHA á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Þessi húsakaup hafa verið markmið okkar í mörg ár og núna styttist í að húsnæðið verði tekið í notkun. Þetta er efni til mikilla hátíðarhalda! Næsta skref er að fjölga hluthöfum. Stefnum að því að hluthafar verði …