Brennisteinssýra

Gleðilegt að lesa þessa frétt á net-Mogganum. Dómari við Héraðsdóm tekur lögguna á Keflaví­kurflugvelli og rassskellir hana fyrir amatöraleg vinnubrögð og fyrir að gefa sér niðurstöður í­ máli áður en rannsóknargögn liggja fyrir. Það var mjög sláandi að fylgjast með framgöngu lögreglunnar í­ þessu brennisteinssýrumáli Litháans og ekki sí­ður hvernig fjölmiðlarnir gleyptu við því­. Meira …

Leikhúsárið

Blaðaði í­ gegnum kynningarpésan frá Þjóðleikhúsinu og sá þar eitt og annað sem gaman væri að skella sér á. Sí­ðustu misserin hefur dagskráin þar lí­tið höfðað til mí­n. Þá sjaldan við höfum drifið okkur í­ leikhúsið hefur það verið í­ Borgarleikhúsinu hjá Leikfélaginu. Eru þetta áhrif nýja leikhússtjórans? Nú er ekkert sem heitir – tvær …

Fjölskyldulíf

Á kvöld var ætlunin að baða barnið. Til þessa hefur grí­slingnum verið dýft ofan í­ þartilgerða setlaug sem Jóhanna færði okkur í­ vöggugjöf. Nú er Ólí­na ví­st orðin of stór fyrir þann bala. Sí­ðast þegar hún var böðuð fóru þær mæðgur saman í­ bað heima hjá gömlu. Nú átti að bæta um betur og eitt …

Heim í kotið

Á dag flytur litla fjölskyldan aftur heim á Mánagötuna eftir rúmlega viku útlegð. Múrarinn og málarinn hafa lokið sér af og maður er loksins farinn að trúa því­ að þessum framkvæmdum muni ljúka. Innréttingin kemur vonandi innan tí­ðar og þá getur smiðurinn tekið til starfa ásamt pí­paranum og rafvirkjanum. Dúkaravinnan og flí­salagningin fá að bí­ða …

Bóksala í Palestínu

Vef-Þjóðviljinn fjallar í­ dag um fúlmennsku þess að fjölmiðlar ræði um lí­flátshótanir Pat Robertsons í­ garð forseta Venesúela. Að mati Vef-Þjóðviljans eyða fjölmiðlar alltof mikilli orku í­ að segja frá hatri hví­tra, kristinna hægrimanna á fólki af öðrum trúarbrögðum og kynþáttum – en gleymi að segja frá þeim múslimum sem láta svipaðar skoðanir í­ ljósi. …

Besta bókin?

Einhver bloggarinn var í­ dag að velta fyrir sér hver væri besta bókin sem hann hefði lesið og lofaði sjálfum sér að búa til topp-10 lista. Ekki myndi ég leggja í­ að hrista saman slí­kan lista. Hann myndi kalla á alltof marga varnagla. T.d. þyrfti að skilgreina hugtakið „besta bók“. Margar af þeim bókum sem …

Pat Robertson

Pat Robertson er einn áhrifamesti trúarleiðtogi Bandarí­kjanna. Hann er virkur meðlimur í­ Repúblikanaflokki Bush forseta og sóttist m.a. eftir útnefningu til embættis forseta 1988 – og þótti um tí­ma sigurstranglegur. Nú hefur Pat Robertson kallað eftir því­ að forseti annars rí­kis – Hugo Chavez, forseti Venesúela, verði myrtur. Þetta sagði hann ekki undir rós, heldur …

Danska

Hópur danskra verkfræðinga var að yfirgefa safnið. Þetta var eldra fólk sem talaði frábærlega skýra og góða Kaupmannahafnar-dönsku. Ég átti ekki í­ neinum vandræðum með að skilja þau og þau ekki mig. Þegar hingað koma yngri Danir getur hins vegar allt farið í­ steik og enginn skilur neitt. Ég held að menn gleymi þessum þætti …

Stóráfangi

Gærdagurinn var mikill gleðidagur. Þá var skrifað undir kaup á húsnæði fyrir SHA á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Þessi húsakaup hafa verið markmið okkar í­ mörg ár og núna styttist í­ að húsnæðið verði tekið í­ notkun. Þetta er efni til mikilla hátí­ðarhalda! Næsta skref er að fjölga hluthöfum. Stefnum að því­ að hluthafar verði …