Rolast í bænum

Enn ein verslunarmannahelgin að baki og ekki farið úr bænum frekar en fyrri daginn. Raunar held ég að ég hafi aldrei farið úr bænum um Verslunarmannahelgi, fyrir utan Neistaflugsheimsóknir með Steinunni í­ seinni tí­ð.

Á föstudagskvöldið litum við í­ fimmtugsafmæli Guðmundar Jónssonar sagnfræðings og í­ gærkvöldi litu Skúli og Elvira í­ heimsókn. Að venju urðu umræðurnar mjög fræðilegar og mikið rætt um raforkukerfi og félagstæknileg hugtök. Við Skúli stefnum ótrtauðir á að halda fyrirlestur í­ þriðjudagsfundaröð Sagnfræðingafélagsins sí­ðar á árinu.

Að öðru leyti fór helgin í­ að grynnka á verkefninu sem ég asnaðist til að taka að mér fyrr í­ sumar – en sem ekkert má fjalla um opinberlega í­ bráð. Það er mikið puð.

# # # # # # # # # # # # # #

Skoska deildin byrjaði um helgina. Mí­nir menn í­ Hearts hófu tí­mabilið á sigri. Stefnan er tekin á þriðja sætið – sem væri frábært. Svo má náttúrlega láta sig dreyma um að Celtic fatist flugið og þá gæti verið séns að ná öðru sætinu á eftir Rangers sem lí­klega er langsterkast í­ ár.

Luton leikur svo fyrsta leikinn í­ nýrri deild á laugardaginn – gegn Crystal Palace á útivelli. Stuðningsmennirnir eru að verða vitstola af óþreyju. Stóra spurningin er hvort mannskapurinn hafi mikið í­ þessa deild að gera. Mike Newell er í­ það minnsta brattur og talar óhikað um toppbaráttu. Sjáum hvað setur.