Ísland er í 92. sæti á FIFA-styrkleikalistanum, sem kunnugt er. Það er óstuð.
Hins vegar eru til önnur flokkunarkerfi fótboltaliða sem e.t.v. gætu hentað okkur betur. Hér má sjá mjög nördalegan lista, þar sem ELO-stigakerfi skákmanna er notað til að finna út styrk landsliða. Samkvæmt því er Ísland í 83. sæti, rétt á eftir Norður-Kóreu.
Spurning hvort knattspyrnuforystan ætti að taka upp baráttu fyrir þessu kerfi innan FIFA?