Danska

Hópur danskra verkfræðinga var að yfirgefa safnið. Þetta var eldra fólk sem talaði frábærlega skýra og góða Kaupmannahafnar-dönsku. Ég átti ekki í­ neinum vandræðum með að skilja þau og þau ekki mig. Þegar hingað koma yngri Danir getur hins vegar allt farið í­ steik og enginn skilur neitt.

Ég held að menn gleymi þessum þætti ansi oft þegar rætt er um dönskukunnáttu Íslendinga – eða öllu heldur skort á henni. Málið snýst ekki bara um það hvort við séum orðin slakari í­ dönsku í­ seinni tí­ð, heldur lí­ka þá staðreynd að tungumálið hefur úrkynjast hjá Dönum sjálfum og er orðið illskiljanlegra. Fyrir vikið getur enginn skilið yngri Dani aðrir en Danir sjálfir.

Þetta leiðir hugann að umræðunni um hreintungustefnuna hér á landi. Einhverjir fræðimenn í­ háskólanum vilja halda því­ fram að hreintungustefna sé argasta þjóðhverfa og þess í­ stað eigi menn að leyfa tungumálinu að breytast á hvern þann veg sem menn kæra sig um – taka upp slettur o.þ.h. Þeir sem tala fyrir þessu telja sig væntanlega mikla alþjóðasinna.

Danska dæmið sýnir hins vegar að þessu er þveröfugt farið. Með danskri hreintungustefnu ættu útlendingar möguleika á að læra dönsku og skilja Dani. Að láta tungumálið drabbast eins og raun ber vitni gerir það hins vegar að verkum að Danir skilja sjálfa sig en engir aðrir. Það er hin hreinræktaða þjóðhverfa.