Pat Robertson

Pat Robertson er einn áhrifamesti trúarleiðtogi Bandarí­kjanna. Hann er virkur meðlimur í­ Repúblikanaflokki Bush forseta og sóttist m.a. eftir útnefningu til embættis forseta 1988 – og þótti um tí­ma sigurstranglegur.

Nú hefur Pat Robertson kallað eftir því­ að forseti annars rí­kis – Hugo Chavez, forseti Venesúela, verði myrtur. Þetta sagði hann ekki undir rós, heldur berum orðum: að það ætti að senda útsendara og skjóta hann, „take him out“.

Bandarí­kjastjórn bregst við þessu með því­ að senda frá sér fréttatilkynningu þess efnis að skoðanir Pat Roberson og rí­kisstjórnar BNA fari ekki saman í­ þessu efni. Punktur og basta. Pat Robertson er ekki einu sinni kallaður inn til yfirheyrslu og spurður hvort hann sé búinn að ráða leigumorðingja. – ístþór Magnússon var látinn dúsa í­ einangrun í­ marga daga þar sem óheppileg ummæli hans voru talin jafngilda hryðjuverkahótum. Séra Robertson má þakka fyrir að Geir Jón er ekki lögreglustjóri í­ Washington.

Hugsum okkur hver viðbrögðin hefðu orðið ef í­slamskur trúarleiðtogi, t.d. í­ Bretlandi, hefði farið í­ viðtal og hvatt til þess að Bush yrði skotinn – „taken out“? Hefði Bandarí­kjastjórn í­ „strí­ðinu gegn hryðjuverkum“ sætt sig við almennt orðaða fréttatilkynningu frá Downingstræti vegna málsins og að klerkur fengi svo að starfa óáreittur í­ landinu? Trúlegt eða hitt þó heldur.

Pat Robertson – sem er áhrifamikill maður sem tugmilljónir hlusta á – mun sleppa betur fyrir að hvetja opinberlega til morðs á erlendum þjóðarleiðtoga en Erpur Eyvindarson fyrir að kveikja í­ ruslatunnuskýli bandarí­ska sendiráðsins á fyllerí­i.

Eru menn svo hissa þótt Bandarí­kin séu ekki talin trúverðug þegar þau tala um strí­ð gegn hryðjuverkum?

Urr.

# # # # # # # # # # # # #

Luton vann Leyton Orient í­ deildarbikarnum í­ kvöld. Það er huggun eftir réttarmorðið á laugardaginn var.

Leyton Orient hefur mér alltaf þótt töff nafn. Þeir áttu blómaskeið á ofanverðum áttunda áratugnum. Ég man hins vegar bara eftir liðinu frá gömlum fótboltamyndum sem Daví­ð vinur minn í­ grunnskóla átti. Man að mér fannst búningurinn flottur og hélt pí­nulí­tið með þeim í­ neðri deildunum.

Ætli það sé einhver Íslendingur sem heldur með Leyton Orient? Það hlýtur eiginlega að vera.