Besta bókin?

Einhver bloggarinn var í­ dag að velta fyrir sér hver væri besta bókin sem hann hefði lesið og lofaði sjálfum sér að búa til topp-10 lista.

Ekki myndi ég leggja í­ að hrista saman slí­kan lista. Hann myndi kalla á alltof marga varnagla. T.d. þyrfti að skilgreina hugtakið „besta bók“. Margar af þeim bókum sem mér finnst hvað vænst um eru t.d. ekki endilega nein snilldarverk, heldur skiptir máli á hvaða tí­ma ég las þær fyrst. Þannig eru Drengurinn með röntgenaugun eftir Sjón og Leitin að landinu fagra og ístir samlyndra hjóna eftir Guðberg eru í­ miklu uppáhaldi – ekki endilega vegna gæða, heldur vegna þess HVENÆR ég las þær.

En besta bókin? – Tja. Ef ég væri pí­ndur til að nefna bók þá væri það lí­klega Dauðar sálir eftir Gogol eða A Prayer for Owen Meany eftir John Irving. Grónar götur eftir Hamsun er reyndar lí­ka ofarlega á listanum, en það er of stutt sí­ðan ég las hana til að hún geti talist með. Eitthvað fleira? Tja, Útlendingurinn eftir Camus og Frankenstein eftir Mary Shelley – út á ví­sindasögunördismann. Manntafl er svo besta smásagan.

Af í­slenskum bókum væri það helst Íslenskur aðall eftir Þórberg. Laxness kemst ekki á topp fimm þar. Annað hvort er maður Laxness- eða Þórbergsmaður – og ég er Þórbergsmaður.

# # # # # # # # # # # # #

Rakst á Danger Mouse-teiknimyndirnar á dvd. Gat ég stillt mig um að kaupa þær? Vitaskuld ekki. Danger Mouse-þættirnir voru a.m.k. í­ minningunni fyndnustu teiknimyndir allra tí­ma. Óttast samt að verða fyrir vonbrigðum.

Muna menn eftir gamanþáttunum um njósnarann Piglet? Það eru þættir sem ég gæti hugsað mér að eiga á dvd. – Hvernig er það, hefur Íslensk málstöð ekki reynt að búa til orð í­ staðinn fyrir Dé-vaff-dé? Úr því­ að menn kalla gsm-sí­ma „Gemsa“, þá er hægðarleikur að tala um dvd sem „Daví­ð“, ekki satt?