Gleðilegt að lesa þessa frétt á net-Mogganum. Dómari við Héraðsdóm tekur lögguna á Keflavíkurflugvelli og rassskellir hana fyrir amatöraleg vinnubrögð og fyrir að gefa sér niðurstöður í máli áður en rannsóknargögn liggja fyrir.
Það var mjög sláandi að fylgjast með framgöngu lögreglunnar í þessu brennisteinssýrumáli Litháans og ekki síður hvernig fjölmiðlarnir gleyptu við því.
Meira að segja þær fréttastofur sem duglegastar eru við að slá varnagla áður en dómsniðurstaða er fengin, hömruðu á því að Litháinn HEFíI VERIí með brennisteinssýru, að hana HAFI íTT Aí NOTA til að búa til eiturlyf og að LíKLEGA TENGDIST HANN alþjóðlegri glæpaklíku.
Á sama hátt og það fyllir mig óöryggiskennd að lesa um svona fúsk-vinnubrögð hjá lögreglunni, þá róar það mann aðeins að sjá hvernig dómarinn lét ekki draga sig á asnaeyrunum. Nógu margir voru samt til í að stimpla alla Litháa glæpamenn.
Bravó!