Lyklunum skilað

Á kvöld skiluðum ég, Siggi Flosa og Einar Ólafs lyklunum að herbergi SHA í­ Þinghóli í­ Kópavogi. Það var reyndar ekki með ráðum gert að formaðurinn, ritarinn og gjaldkerinn mættu í­ þessa för – það vildi bara svo til að það kom í­ okkar hlut að bera sí­ðustu mublurnar þaðan.

Ég man ekki hvað við erum búin að vera lengi í­ Kópavoginum. Fjögur ár lí­klega. Fyrir þann tí­ma höfðu stjórnarfundir verið haldnir í­ heimahúsum og eigur félagsins geymdar um allar trissur. Þótt herbergið í­ Kópavoginum yrði aldrei annað en geymsla og staður fyrir smáfundi, þá var það mikilvæg ákvörðun. Hún markaði nefnilega upphafið að gagnsókn samtakanna, frá því­ að vera á hrakhólum í­ að eignast sómasamlegt aðsetur.

Á kvöld var sömuleiðis traustur hópur félaga samankominn í­ nýja húsnæðinu á Snorrabrautinni að mála og sparsla. Stefnt er að því­ að endurtaka leikinn annað kvöld, fimmtudagskvöld, sjálfboðaliðar boðnir velkomnir.