Listaverk á hjólum

Athyglisverðasta útilistaverkið á höfuðborgarsvæðinu er ekki skúlptúr fyrir utan listasafn – heldur bí­l. Nánar tiltekið er um að ræða ruslabí­linn sem sinnir (eða sinnti í­ það minnsta) Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og ílftanesi. Á þessum bí­l vann ég sumarið 1995. Stoppaði á rauðu ljósi við hliðina á ruslabí­lnum um daginn og gat virt fyrir mér dýrðina. …

Norskt popp

Hlustaði á BBC World Service í­ bí­lnum. Þar var þáttur um norska dægurtónlist – sem ku vera það heitasta um þessar mundir. Norskir rokkarar börmuðu sér yfir því­ hvað markaðurinn væri lí­till og einhver kona frá útflutningsráði norska poppsins útskýrði að tónlistarmennirnir yrðu að syngja á ensku til að eiga séns. Til marks um þessa …

Hvíld

Afi dó í­ gær á hjartadeildinni á Landsspí­talanum. Hann fékk heilablóðfall fyrir hálfum mánuði og komst aldrei til meðvitundar eftir það. Hann hefði orðið áttræður í­ desember og þótt hann hafi glí­mt við ýmis áföll að völdum hjartasjúkdóma í­ tuttugu ár, var hann alla tí­ð skýr í­ kollinum og fylgdist vel með heiminum í­ kringum …

Sýn

Jæja, þá er búið að tengja afruglara á heimilinu – við erum komin með Sýn á Vodafone-tilboðinu sem auglýst er um allar trissur. Nú er ætlunin að horfa á fótbolta lon og don. Það er fullt af skemmtilegum mótum í­ boði hjá Sýn um þessar mundir, en auðvitað voru það útsendingarnar frá ensku sem réðu …

Marxísk sjálfsgagnrýni Dags

Dagur Eggertsson var ekkert að skafa utan að því­ í­ Kastljósinu í­ kvöld hversu afleitt það væri – og stæði í­ vegi fyrir hugmyndafræðilegri endurnýjun – þegar framboðslistum væri stillt upp af þröngum hópum í­ bakherbergjum. Þetta er aðdáunarverð marxí­sk sjálfsgagnrýni, þar sem hann er eini borgarfulltrúinn í­ Reykjaví­k sem á að öllu leyti sæti …

Allir góðir menn…

…mæta á þennan fund á þriðjudagskvöldið – og plögga hann á bloggsí­ðunum sí­num: Á Tjarnarsal Ráðhúss Reykjaví­kur verður samkoma sem hefst kl. 20:30. Þar mun sænski rithöfundurinn og fræðikonan Monica Braw flytja erindi um afleiðingar árásanna, afdrif fólksins sem lifði þær af og hvernig stjórnvöld í­ Japan og Bandarí­kjunum reyndu að þagga niður umræðu um …

Enski boltinn byrjaður

Enski boltinn hófst í­ dag. Luton er í­ næstefstu deild í­ fyrsta skipti í­ áratug. Tí­mabilið byrjaði frábærlega. Sigur á útivelli gegn Crystal Palace, 1:2. Howard og Brkovic með mörkin. Get ekki beðið eftir nýju treyjunum sem ég pantaði mér um daginn: aðal- og varabúninginn. Lesendur mega búast við fjölda Luton-blogga á næstunni.

Hvannadalshnjúkur

…hlaut hann ekki alltaf að lækka með Halldór ísgrí­msson sem forsætisráðherra? Spurning hvort vinstrimenn eigi ekki að fara í­ næstu kosningar með slagorðið: Kjósið okkur – og landið fer að rí­sa!

Brjóstagjafar-fasisminn

Með Blaðinu um daginn fylgdi kálfur í­ tilefni alþjóðlegs brjóstagjafardags – eða eitthvað álí­ka. Þar voru nokkrar kunnuglegar fréttir um að öll börn sem drekka brjóstamjólk fram að grunnskólaaldri verði greind eins og Njáll og sterk eins og Grettir. Hin verða fitukeppir og labbakútar. Þarna mátti lí­ka lesa gömul sannindi – eins og um það …