Jakob Bjarnar Grétarsson hrópaði eitthvað til mín í rétt áður en seinni hálfleikur Fram og FH hófst. Illu heilli heyrði ég ekki hvað hann sagði. Ef það var eitthvað mikilvægt getur hann svo sem bara skrifað það hér í athugasemdakerfið.
Monthly Archives: ágúst 2005
Sprengjurnar
Setti saman pistil fyrir vef SHA. Þar sem mig grunar að 1-2 lesendur þessarar síðu skoði Friðarvefinn ekki á hverjum degi, skelli ég honum inn hérna líka. * * * Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu hroðalega vopni. Tilvitnunin að ofan er ekki úr fengin úr …
Ísland og ELO-stigin
Ísland er í 92. sæti á FIFA-styrkleikalistanum, sem kunnugt er. Það er óstuð. Hins vegar eru til önnur flokkunarkerfi fótboltaliða sem e.t.v. gætu hentað okkur betur. Hér má sjá mjög nördalegan lista, þar sem ELO-stigakerfi skákmanna er notað til að finna út styrk landsliða. Samkvæmt því er Ísland í 83. sæti, rétt á eftir Norður-Kóreu. …
Rolast í bænum
Enn ein verslunarmannahelgin að baki og ekki farið úr bænum frekar en fyrri daginn. Raunar held ég að ég hafi aldrei farið úr bænum um Verslunarmannahelgi, fyrir utan Neistaflugsheimsóknir með Steinunni í seinni tíð. Á föstudagskvöldið litum við í fimmtugsafmæli Guðmundar Jónssonar sagnfræðings og í gærkvöldi litu Skúli og Elvira í heimsókn. Að venju urðu …
Ekki dauður
Nei, ég er ekki dauður – en miðað við bloggvirknina má þó ekki miklu muna. Er á bólakafi í nokkrum tímafrekum verkefnum og þessi síða fær að sitja á hakanum á meðan. En meðan ég man – Framarar munu slá FH út úr bikarnum og hefna þannig fyrir ófarirnar frá 1983. Þið lásuð það fyrst …