Óskaplega bera þessar „sviptingar á fréttastofunum“ vott um lítið ímyndunarafl. Sjónvarpið ræður fyrrum starfsmenn Stöðvar tvö og öfugt. Þá eru gamlir fréttamenn fengnir aftur til starfa. Ekkert nýtt, ekkert óvænt, ekkert frumlegt. Pétur Blöndal sagði um daginn að það fjölmiðlarnir virtust ekki bara vanhæfir til að fjalla um málefni sinna eigin eigenda, heldur líka málefni …
Monthly Archives: september 2005
Stefán og Steinunn
Mér finnst alltaf skringilegt að hlusta á lagið Stefán með Risaeðlunni. Á hvert sinn sem hvín í Möggu Stínu „Ste-e-e-e-fán!!!“ í viðlaginu – hrekk ég í kút. Finnst eins og verið sé að kalla í mig. Geri ráð fyrir að Katrínum landsins hafi liðið eins í öllum fréttaflutningnum af fellibylnum nýverið. Á ljósi þessa, er …
Tvö viðtöl
Það voru tveir viðtalsbútar í sjónvarpsfréttunum í gær sem verulega erfitt var að hlusta á – hvor á sinni stöðinni. Á Stöð 2 var spilað viðtal við Jónínu Ben sem virtist á barmi taugaáfalls. Hún var ekki í nokkru jafnvægi fyrir símaviðtal og margsagði fréttamanninum að hún gæti ekki svarað spurningum hans núna. Samt var …
Framfarir
Held að fundarstjórnin á fundi Sagnfræðingafélagsins í hádeginu hafi bara tekist ágætlega. Salvör Nordal flutti erindi sem um margt minnti þó fremur á hugvekju um stöðu heimsmála og fátækt almennt en sagnfræðifyrirlestrana sem menn eru vanir á þessum fundum. Þetta kom prýðisvel út, í það minnsta voru umræðurnar fjörugar á eftir – en eins og …
Vestur-Íslendingur?
Um helgina voru fjölmennar aðgerðir andstæðinga íraksstríðsins í Washington. Sannar það nokkuð þótt 200 þúsund hafi mótmælt – kynni einhver að spyrja – hvað með þá sem heima sátu, er ekki hinn þögli meirihluti hlynntur stríðinu og situr því heima? Hugmyndin um að þeir sem ekki taki þátt í andófi hljóti að tilheyra þöglum meirihluta …
Ef ég væri Alfreð Þorsteinsson…
…þá myndi ég nota tækifærið og tilkynna um 50% hækkun á heitu vatni og rafmagni núna. Fyrstu tuttugu mínúturnar af hverjum fréttatíma eru undirlagðar af sápuóperunni um ríka pakkið; hver svaf hjá hverjum og hver stalst í tölvupóst hvers. íhaldið í borginni myndi hvorki æmta né skræmta, vegna þess að enginn Sjálfstæðismaður þorir í viðtal …
Höfrungur
Á gær fórum við Steinunn út að borða á Tveimur fiskum í gömlu Hafnarbúðunum. Ekki var nú mannmergðinni fyrir að fara. Setið við eitt borð fyrir utan okkar. Tveir fiskar eru ákaflega notalegur staður og verðið ásættanlegt. Þarna borða menn sjávarfang en ekki kjöt. Matseðillinn fór ansi nærri því að segja rollu- og beljuætum að …
Tónlistarhúsið
Hvenær var undirritað samkomulag um að öllum öðrum en frjálshyggjumönnunum á Vef-Þjóðviljanum ætti að finnast bygging tónlistarhússins og lúxushótelsins við Höfnina æðisleg? Nú hef ég lítið náð að liggja yfir þessum teikningum og áætlunum – en er ekki stærðin á þessu algjört brjálæði? Þeir sem leyfa sér að setja spurningamerki við útgjöldin eru hins vegar …
Hvað er stytta?
Kjartan Magnússon vill reisa styttu af Tómasi Guðmundssyni í Reykjavík. Skyndilega er þetta orðið hápólitískt og tengist jafnréttismálum. Staðhæft hefur verið að það sé bara ein stytta af nafngreindri íslenskri konu í Reykjavík (á móti 28 eða 29 körlum). Það mun vera myndin af Björgu Þorláksson fyrir framan Odda á Háskólasvæðinu. Ég hafna þessu og …
Lóðbolti
Á gær og í morgun tókst okkur Kjartani að laga tvo tilraunabása í Rafheimum sem höfðu verið bilaðir. Báðar viðgerðirnar kölluðu á notkun lóðbolta og annarra tækja. Því var spáð að aðfarirnar myndu minna á hina Slóvakísku „Klaufabárða“ (sem margir kalla ranglega tékkneska), en við reyndumst völundarsmiðir. # # # # # # # # …