Brellan okkar Gísla

Aumingja Gí­sli Marteinn laug upp á sig BA-gráðu. Það er ágætis áminning til sagnfræðinga að taka hóflega mikið mark á uppflettiritum eins og Samtí­ðarmönnum – upplýsingar í­ slí­kum ritum geta byggst á óskhyggju frekar en raunveruleikanum.

Stóra BA-gráðumálið hlýtur þó að valda mér áhyggjum. Þannig er nefnilega mál með vexti að í­ sí­maskránni 1998 er ég titlaður sagnfræðingur. Þessum titli bætti ég inn í­ skránna í­ þeirri vissu að mér tækist að útskrifast þá um vorið. Eftir stendur að ég var um nokkurra vikna skeið titlaður sagnfræðingur fyrri hluta ársins – án þess að hafa lokið BA-prófi.

Hver veit nema þessu verði slegið upp í­ fjölmiðlum eftir einhver ár og ég úthrópaður sem loddari og lygalaupur?