Og svo er stokkið af stað…

Ekki varð mér mikið úr verki í­ dag. Hafði stefnt að því­ að ganga frá kaupum á bí­lnum þeirra Kjartans og Sylví­u (sem eru flottir bloggarar). Þau eru á leið til útlandsins og þurfa að losna við bí­linn sinn og dósin hennar Steinunnar er að ryðga í­ sundur. Engir bí­llyklar skiptu um hendur. Fór þess í­ stað í­ vinnuna, þar sem ég lóðsaði hóp hressra Sandgerðinga um Minjasafnið og Elliðaárstöðina. Því­ næst lá leiðin á félagsfund í­ ísatrúarfélaginu þar sem ákveðið var að selja safnaðarheimilið. Vonandi rí­s hof fyrir söluandvirðið innan tí­ðar.

Á fyrramálið fer ég til Keflaví­kur að horfa á Framara berjast fyrir lí­fi sí­nu í­ deildinni. Því­ næst verður flogið austur. Við ætlum að taka sí­ðbúið sumarfrí­ á Norðfirði, slaka á og keyra Fáskrúðsfjarðargöng. Alltaf gaman að skoða ný göng (sem minnir mig á að ég hef aldrei farið Ólafsfjarðargöngin – synd og skömm).

Ég hef hlakkað til þessarar ferðar í­ lengri tí­ma. Stóla á að vikuhví­ld fyrir austan sé akkúrat það sem Steinunn þarf til að ná fyrri styrk. Veit lí­ka að tengdapabbi er vitstola af spenningi yfir að fá að sjá Ólí­nu.

Ekki gera ráð fyrir neinum bloggfærslum hér næstu vikuna.

# # # # # # # # # # # # #

Á gær missti ég einn besta vin minn. Krabbamein er hræðilegur sjúkdómur.

# # # # # # # # # # # # #

Þóra systir er farin að blogga frá Amerí­kunni. Skemmtilegt blogg, sem vænta mátti.

# # # # # # # # # # # # #

Luton var óheppið í­ dag að gera bara jafntefli á heimavelli gegn Úlfunum. Nýr markvörður lærisveina Glenn Hoddle fór ví­st á kostum og við áttum sláarskot. Erum í­ 2-4 sæti í­ deildinni, ásamt Watford. Hvort tveggja er óvænt.