Erfi

Ef keyrt verður yfir mig þveran á morgun, þá vil ég ekki pönsur, rjómakökur og kaffi í­ erfidrykkjunni. Eftir útför Óla var safnast saman í­ félagsheimili Rafveitunnar þar sem borið var fram bakkelsi, bjór og hví­tví­n. Smekkfullt hús og fí­n stemning. Þetta hefði karlinn kunnað að meta.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag fékk ég nýju Luton-treyjurnar í­ pósti, aðal- og varabúninginn. Sýndi Steinunni þetta fullur stolts. Hún lét eins og sér þættu þetta fí­nar flí­kur. Henni lætur margt betur en að ljúga.

Ég mun klæðast þessu við hvert tækfæri. T.d. á föstudaginn kemur þar sem Luton mætir Sheffield Wednesday í­ beinni útsendingu á Sky. Kemur þar í­ ljós hvor Björgvin Ingi, Jói og félagar í­ Uglunum, stuðningsmannaklúbbi Sheff. Wed. á Íslandi eru menn eða mýs – þora þeir að mæta á Ölver?

# # # # # # # # # # # # #

Fáskrúðsfjarðargöngin eru æði. Jarðgöng eru málið – eins og lesendur þessarar sí­ðu hafa lesið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Stjórnvöld eiga nú þegar að taka ákvörðun um hvar næstu göng á eftir Héðinsfjarðargöngum skulu vera. Það er sanngirnismál að Vestfirðingar fái þau næstu. Held að Hrafnseyrarheiðin liggi þar beint við, auk þess sem lí­klega verður að bora einhverja stubba á verstu grjóthrunssvæðunum í­ Óshlí­ðinni.

Mí­n fjölskylda veit allt um það hversu háskalegt grjóthrunið getur orðið í­ Óshlí­ðinni. Afi var á sí­num tí­ma fararstjóri í­ rútu sem lenti í­ grjóthruni þar og tveir fórust. Hann sagði okkur þá sögu aftur og aftur. Á hvert sinn með sama sársaukanum. Þessi harmleikur lagðist á sálina á honum og gat gosið upp þegar minnst varði. Á þá daga var ekki til neitt sem hét áfallahjálp.